Heimir - 01.07.1907, Blaðsíða 12

Heimir - 01.07.1907, Blaðsíða 12
36 HEIMIR leiti sinnar eigin gæfu, og eru þar í samræmi viö gömlu plat- ónsku kenninguna, sem kölluð er; líka kenning þá sem kemur fram í Salómons bókum Gamla testamentisins,' aö allir lestir séu heimska. Dygðin er viturleg, en ódygöin óviturieg aö- ferö til aö finna gæfuna. Dygöin er nokkurskonar hygni, og lestir eru ekkert annaö en óhygni eöa feilreikningur. Sá sem leitast viö aö bæta siöferöisásigkomulag mannkynsins, hefir tvo og aö eins tvo vegi til aö framkvæma þaö verk. Sá fyrri er, L aö gera þaö að rneiri og meiri hag hvers einstaklings, sem hann gerir öörum í hag, og hinn er aö eyðileggja þá vanþekkingu sem hindrar menn frá því, að sjá sinn eigin hag. Ef skírlífi eða sannleikur eða hvaö annaö, sem vér köllum dygtir, bckuðu oss meiri óhamingju heldur en hamingju og eyðilegðu meiri ánægju heldur en þær orsökuðu, þá væru þaö ekki lengur dygöir, heldur lestir. Ef ekki er hægt aö sýna oss, að það sé eigin hagnaður að iöka eitthvað, sem kallað er dygð, þá er ekki lengur ástæöa til að iðka hana, og skuldbinding vor, að gera slíkt, er horfin. Vér getum dregið alla siöferðiskenningu þeirra út úr því sem kallað er „Epicurusar fjögur guðspjöll". Sú gleði, sem engar kvalir hefir í för með sér, er eftirsóknarveið, þá kvöl sem enga gleði hefir í sér fólgna, skyldi maður foröast. Þá gleði skyldi maður foröast, sem er hindrun fyrir stærri gleöi eöa framleiðir stærri kvalir. Þá kvöl skyldi maður þola, sem kemur í veg fyrir stærri kvöl eða er orsök til stærri gleði. Alla vora ánægju höfum vérfrá þeim athöfnum, sem vér köllum dygð. Dygðir annara manna auka farsæld vora,og fyrir dygöir sjálfra vorra náum vér áliti ogtrausti. Dygðin kemst því í svo náið samband við far- sæld vora. Hún verður elskuð jafnvel meira en farsældin sjálf, og vér finnum til óumræðilegrar gleði, þegar vér iðkurn hana og til kvala þegar vér breytum gagnstætt benni. Samvizkan, sem þannig myndast, verður vor leiðarstjarna, og svo lærum vér vegna eigin hagsmuna að fórnfæra öllu frekar en henni. Mótmælin gegn þessari kenning hafa verið mörg sem eöli- legt er. Oss líkar ekki þessi kenning. Tilfinningar vorar og rettlætismeðvitund mannkynsins mótmæla því. Meðal allra þjóða og á öllum tímum hefir greinarmunur verið gerður á

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.