Heimir - 01.07.1907, Blaðsíða 10

Heimir - 01.07.1907, Blaðsíða 10
34 H E I M I R gerandan sjálfsafneitun, þá megi æfinlega rekja slíka sjálfsaf- neitun heim til eigin hagnaöar á einhvern hátt. Þeir segja maö- urinn elski hrós bæöi vegna þess aö þaö sé ofur geöfelt aö vera hrósaö, og svo veiti hrósiö manni ýmisleg hlunnindi. Af þess- ari ástæöu sjái menn sér hagnaö í því að gera þaö, sem hrós- vert sá, en svo geti maöur vegna rökhverlinga (association of ideas, sem vér gæturn kanske kallaö hugmyndakerfi) svo vanist á aö gera það sem hrósvert er, að hann leggi alt í sölurnar fyr- ir það. Aö gegnum svona rökhverfingar, þá veröi þaö, sem í byrjun var aö eins vegur aö takmarki (means to an end), eða geti þaö oröið takmarkiö. Til sönnunar þessu taka þeir dæmi af maurapúkanum. Peningar í sjálfu sér eru einskis virði, en maöur getur hvorki etiö þá eöa klætt sig meö þeim, en þeir eru eftirsóknarverðir vegna þess aö vér getum keypt oss föt ogfæíi fyrir þá. Þeir eru því vegna rökhverfinga þaö, sem í byrjun var aö eins vegur aö takmarkinu (tneans to an end), þá missir maurapúkinn sjónar á takmarkinu sjálfu, nefnilega því, sem hann gat keypt fyrir peningana, og takmark hans veröur aö eins aö safna peningum, og hann líöur fremur hungur og kulda heldur en láta einn eyri af gulli sínu. Þessi rökhverfing gagn- tekur svo aðra, sem vér höfum einhver mök við. Ungbarniö segja þeir hafi enga náttúrlega eöallyndis (benevolent) tilfinn- ing, aö eins eigingirni (selfinterest), en hagur þess er í svo nánu sambandi viö hag móöur þess, aö þaö verður fljótt þess vart, að þaö er sjálfu því fyrir beztu aö taka hennar hagsmuni rneö í reikninginn. Svo þegar það vex upp, þá kemur þaö sama fram. A skólabekknum finnur það fljótt aö hagsmunir þess eru ofnir inn í hagsmuni sambekkinga sinna. Hið sama á sér staö í félagslífi, hvort heldur þaö er kyrkjufélag eía póli- tík, og síöast nær það til alls umheimsins. Þegar vér aumkumst yfir einhvern og sýnurn meölíöun, þá segja þeir þaö sé sprottiö af þeirri rót, aö oss hrylli viö aö veröa fyrir slíku sjálfa. Þetta segja þeir komi svo bersýnilega fram í því, að vér sýnum rnesta meölíöun og hluttekning þeim sem standi oss nánast. Vér höfum meiri meðlíðun með þeim sem vér álítum aö hafi oröiö fyriróláni án tilverknaðar frá þeim

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.