Heimir - 01.07.1907, Blaðsíða 15

Heimir - 01.07.1907, Blaðsíða 15
BEIMIR 39 h uin líka af skyldulögmáli, sem vér finnum aö sé fjarlægt hinu fvrra. Og í ööru lagi aö rneövitund um skyldu sé innri •meövft- und um þaö, aö ýmsar vorar mismunar.di tilfinninigar cg bi g- renningar séu sumar góöar, sem vér eigum að rækta, en suin- ar vondar, sem vér eiguin aö hæla niöur. Þeir halda því fram, aö þaö sé sálarfræðislega satt, að vér höfum sjálfsmeðviturd um aö vorar mannúðartilfinningar séu æðri en þær heiftræknis- fullu, sannleiki æöri en lýgi, réttlæti fremur en ranglæti, skír- h'fi fremur en saurlífi, og aö á öUum tímum og alstaðar hafi vegir dygöarinnar stefnt aö hinum æðii tilfinningum, en ekki hinum hegri. Það getur verið að skyldutilfinningin sé svo veik aö hinar lægri hvatir hafi yfirhöndina. Ymsar kreddukenningar geta og svo vilt fyrir oss sjónir. En fyrir ofan alt þetta skín þessi sannleiki. Enginn sem óskar þess að verða betri og helg- ari ímyndar sér að hann geti orðið þaö meö því, aö verðá heift- ræknari eöa lýgnari eða óskírlífari. Sérhver sem óskar að verða fullkominn hneigist fremur að rnannúð, sannleiksást og skírlífi. Þeir, sem halda frarn „intuitive"-kenningunni, viöurkenna erviöleika á því, að sanna rökfræðislega tilveru cðlishvatar til dj^göa. En þar sem svo margt bendi til, aö hún sé meðfædd hjá rnanninuin, án uppeldis, og þar sem aörar eölishvatir séu manni meöskapaöar, sem ekki séu háöar uppeldi, þá sé þaö nægileg sönnun. Þeir taka t. d. feguröartilfinning, og mundu þeir setja upp dæmi svipað þessu til aö sanna mál sitt. Öll hljótum vér aö viöurkenna aö fulloröni maöurinn hefir fullkom- nari fegurðarsmekk heldur en þegar hann var barn. Vér skul- um hugsa oss listamann eöa mann, sein hefir vit á málverkum. A barnsaldri eða meðan fegurðarsmekkur hans var b'tt þrosk- aöur, þá haföi hann meiri unun af þeim myndum, sein höföu sterka liti og grófa drætti, heldur en þeim, þar sem drættirnir voru fínni og litbrigöin listhæfari. Aö því leyti er hann ekki und- antekning fráöðrum börnum. Þau eru öll svo skapi farin, þó nokkur þroskist upp úr því ástandi. Þegar hann er oröin va.\- inn, þá hefir hann breyzt og nú þýkirhonum lítiö variö í sterka liti og grófa drætti, en þykir miklu meira variö í þaö málverk, þar sem litbreytingar og fínir drættir gera málverkiö listaverk.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.