Heimir - 01.07.1907, Blaðsíða 5
H E I M I R
29
megindygö snnþjóöar sinnar. f>ótt ráövendni sé íslendinga
megindj^gö, þá eru ekki allir íslendingar ráövandir. Ekki eru
heldur allir Italir eöa Spánverjar guðhræddir, og ekki heldur
allar enskar konur skírlífar, en sú kona, sem einu sinni hefir
falliS,\ á sér naumast uppreistar von. Hvort þaö sé sanngjarnt
aö dæma einstaklinginn þannig, er alt annað mál. Af þessu
Jeiöir, að hverjunr einstakling er gjarnt til, aö dænra unr siö-
feröi annara satnkvæmt þeim siöferöiskröfum (moral) og því
siöferöis inarkmiöi, sem hans eigin þjóö hefir sett. Ef ítalinn
eöa Spánverjinn tæki sér bústað á meöal Islendipga, þá mund-
um vér ekki veröa neitt sérlega hrifnir af hans gliöræknis iðk-
ununr, en óráövendni hans mundum vér fljótt sjá. Og ef Is-
lendingar tæki sér bólfestu .á Italíu eöa Spáni, þá mundu þær
þjóöir litla eftirtekt veita því þótt hann væri ráðvandur, en þar
mundu fljótt sjá hversu óguörækinn hann væri. Og skírlífi Ir-
ans eöa hériendra kvenna mundi ekki vekja neina sérlega eftir-
tekt í sumum skandinaviskum bygöum. Af þessu er það auð-
sætt aö þegar fleirum þjóöum lendir saman, þá veldur slíkur
skoöana mismunur á megindygðunum misskilningi. Og hiö
sama lögmál gildir þar, sem alstaöar annarsstaöar, aö sá sterk-
ari ber sigur úr býtum. Sá siðferöismælikvaröi, sem stærri
þjóöin rnæbr siöferöi inanna meö, hlýtur aö veröa gildandi.
Þaö er því ekkert lítilsvert atriði fyrir alla þá, er flytja sig frá
einni þjóö til annarar, aö taka fljótt eftir því, hvaöa siöferðis-
kröfur sú þjóö gerir, er rnaður hefir tekið sér bólfestu hjá. Og
eg hygg, aö barátta vor Islendinga hér fyrir því, að ná því áliti
aö vera göfugur þjóðflokkur, hafi oft beðið hnekki vegna þess,
að vér höfum ekki veitt því nógu næma eftirtekt, hverjar væru
hinar ríkjandi megindygðir þeirrar þjóðar, er aðallega byggir
þetta land.
Eg tók þaö fram, aö atvinnuvegir heföu mikil áhrif á hugs-
unarhátt þjóöanna, og þar af leiöandi á siöferöi. Atvinnu-
greinar eru margar og margbrotnar, og þaö væri ervitt verk, aö
gera grein fyr'r því, hvaöa áhrif þessi eða hin heföi haft. En
vér getum markaö hér um bil öllum atvinnugreinum staö milli
tveggja gagnstæöra endapunkta. Flestar atvinnugreinar hallast