Heimir - 01.09.1907, Side 2

Heimir - 01.09.1907, Side 2
74 H E I M I R aö mörgu leyti, guödómlegu Hávamálum, „fegurst skal mæla, er vér fláast hyggjum", til þess aö koma fram ásetningi sínum, en það ráö átti að eins aö upptakast, er óleyfilegur verknaöur var framinn. Menn líta ööruvísi á þaö nú. Oleyfilegur verkn- aður er aldrei undir nokkrum kringumstaöum leyfilegur, cg því er þaö mannfélagsglæpur, aö mæla- fagurt með flárri hyggju. ; Þaö útheimtist meira nú en áður fyr til þess aö vera í raun og sannleika eitthvað, heiminum er altaf aö miöa á þann hátt áfram, og þaö er þess vegna kannske, aö freistingin viiðist nú meiri til þess, aö stefna fyrir neöan þaö takmark. Baráttan fyrir fullkomleikanum er meiri og erviðari, en hún hcfir nokkiu sinni verið,'—torfærurnar stærri aö yfirstíga, leiöin lengri,— en kraftar alls fjöldans engu meiri, en áður hefir veriö. I fram- sóknarbaráttu þessari kallar rcddin, sem Ibsen lætur illvættina segja viö Peer Gynt, til fjölda margra, og mörgum hættir við aö hlýða þeirri rödd. Hún er einkunnarorö þreytunnar og kjarkleysisins, er gægist inn í hugskot manna, þrátt fyrir allan þeirra góöa ásetning, og býöur aö viröist léttari kostinn, sem rnargur grípur fegins hendi viö. Þegar Peer er rétt aö koinast til þeirrar hugsjónar, er æöst var í sálu hans, og ætlar aö byrja aö lifa sínu betra lífi, stendur hann aftur augliti til auglitis við hugsjón eigingirninnar og spillingarinnar. Skáldið lætur tvær konur tákna þessar hugsjónir. Önnur er sú, sem getur meö kærleika sínum og heilagleik frelsaö hann, lyft honum á æöra stig, upp yfir sjálfselsku og blindar girndir, upp yfir óæöri til- veru; hún er Sólveig, ímynd þess engilhreina í mannlífinu, í- mynd þeirra ósénu engla, er búa í hjarta og hugskoti sumra vorra samferöamanna og gjöra oss öllum lífiö bærilegt, og oft a tíöum fult sælu, réttlætis og fagnaöar. Hin ímyndin, eigingirn- innar og þess lægsta í mannlegri sál, er tröllkonan. Hana hafði hann áður þekt, á hennar valdi hafði hann áður veriö. En svo kemur til hans verndarengillinn upp á reginfjöll, þangaö sem hann haföi flúið undan mönnum, undan refsingu, undan sínum eigin misgjöröum. Hún var konungsdóttirin, er ætlaöi aö gjöra hann aö korlungi, og hann var í svipinn alsæll. Hann gat nú fariö að lifa þaö fullkomnasta upp af öllum sínum draumum,

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.