Heimir - 01.09.1907, Side 3

Heimir - 01.09.1907, Side 3
H E I M I R 75 jafnvel án manna, fyrirlitinn af vinum sínum. En alt í einu ber skugga á hina dýrölegu framtíö. Hinar eldri misgjöröir hans risu upp fyrir augum hans. Imynd eigingirninnar blindu ber á milli hans og hennar meö ógnum sínum og hótunum um, aö hann skuli aldrei veröa sæll. Nú var um þaö eitt aö gjöra, aö vera eöa vera ekki maöur. An þess aö lifa niöur sína fyrri æfi, játa alt, lifa í sannleika, gat hann ekki búiö meö kongs- dótturinni sinni. En var þaö ekki of ervitt? „Þaö stendur ein- hverstaöar skrifaö um þaö aö iörast", segir hann, „en hér uppi á reginfjöllum get eg ekki gjört játningu, og svo hefi eg ekki þá bók. Aö iörast, og eitt ár líöur, og eg vinn mig ekki í gegn, og tvö ár, og enn er ekki þrautin unnin; nei, þaö má.vel ske, að slíkt sé hægt meö dauöa hluti, aö þola þá biö og raun, en ei fyrir iifanda líf." „Faröu í kringum, faröu í kringum sannleik- ann," gall viö vættur í fjöllunum. Já, fara í kringum, þaö hefi eg gjört fyr, og það má eg gjöra enn", sagöi hann, og hann yfir gaf hugsjónina, yfirgaf konungsdótturina, yfirgaf Sólveigu, en uppfrá þeirri stundu gekk hann veginn, sem vísar til þess, að vera ekki, sem liggur í kringum sannleikann. Þaö, aö vera eða vera ekki, er aöalspurningin, og þaö virö- ist oft léttbærara H'f, aö vera ekki þaö, sem ímyndin krefur, en þar fer margur vilt. Þaö er ervitt aö vinna sig í gegnum tor- færur og léttara að fara ( kringum, en þaö tekur viö hvaö af öðru, og þú veröur altaf aö halda áfram aö fara í kringum, og kemst svo aldrei á þá sönnu braut. Yöur kannske finnst ekki til um heilagleik eöa opinberun þessarar dæmisögu norska skáldsins, kæru lesendur, en leyfiö mér aö segja yöur samt, aö hún er guöspjall eins satt og háleitt og guöspjall meistarans frá Nazareth. Hún er ekki dæmisagan er skýrir spurninguna: Hvað er guösríki, og viö hvaö skal eg líkja því?— heldur: Hvaö er helvíti, og við hvaö skal eg líkja því? Það er aö fara í kringum, fara framhjá sannleika lífsins, þeim sannleika, aö læra að leggja þaö óæöra í sölur fyrir þaö æöra, geta selt sínar óæöri tilfinningar fyrir þær æöri, geta gert hreina játningu til þess aö komast að því, aö byrja aö lifa sann- leikanum. Þaö er margur, sem ekki hefir viljaö vinna þaö til,

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.