Heimir - 01.09.1907, Blaðsíða 4

Heimir - 01.09.1907, Blaðsíða 4
76 H E I M I R at5 brjóta mikillæti sitt, sem í raun og sannleika er smálæti, til þess aö geta notiö eölilegra happadrýgra líís, og oröiö aö sann- ari maöur. Þaö er margur, sem vill frekar velja auö en mann- dóm. Þaö tír margur, ef honum býöst staöa, þótt hún útheimti það, aö hann gangi franr hjá öllu því aösta og háleitasta, sem í sálu hans býr, er velur hana heldur, vegna þess hún veitir efn- in, sem aftur veita nautn. Líöur mcr ekki betur, segir margur, ef eg hefi nóga peninga, þótt eg veröi aö verja öllum mínum vökustundum fyrir þá, heldur en aö hafa knappan mála og geta gefiö mig við því, sem efst í sálu minni býr? Peningarnir skapa vini, vinirnir skapa oröstírr, oröstírr skapar virðingu og met,— eins og sézt meö hann.....læknirinn eöa prestinn, landsalann eöa kaupmanninn eða lögmanninn. Konur þeirra eru meiri hefðarkonur, af því þeir eiga meiri peninga, þær sitja ofar í samkvæmum, er oftar vitnaö til vitleysunnar, sem þær hafa sagt, en hinna, er ekki eiga jafnstórt bú. Eg veit þaö er hugraun, kæru vinir, aö hugsa til þeirra hluta, en til hvers á aö lifa ? Til hvers er þá lífið ? Og athug- um þá, sem hafa fariö í kringum, og sezt í hásæti tildurmensk- unnar. Viö hvaö geta þeir skemt vinum um kveldstundir eða daga, þegar menn eru orönir þreyttir á mat og þreyttir á sætu víni ? Ef skemtunin á að vera af æöra tagi, er þá ekki jafnan fariö til meistaranna, sein ekki læröu aö fara utan viö, í kring- um torfærurnar, er liggja á leiöinni til hins æöra og fullkomn- ara lífs,— og lifað þá f oröum þeirra og athöfnum ? Myndirnar sem málararnir hafa málað meö skrúölitum síns eigin hjarta- blóös, kvæöin, sem skáldin hafa kveöið um næturstundir mót- lætis og örvæntinga, sagnir,sem lýsa lífsstríöi mannkynsins göf- ugustu sona. Til þessa er leitaö eftir æöri saöningu frá matar- borðum þess ríka, frá rjúkandi réttunum og glóandi vínskálun- um. Á framstofuboröunum hvílir „Hiö nýja testamenti drott- ins vors Jesú Krists", hiö nýja testamenti hans, sem aldrei fékk heimili í svona sal, átti ekki fé, og var krossfestur á Golgatha, hans, er aldrei fór í kringum sannleikann. Þaö er undarlegt, aö lífiö í höllinni er tómt og kalt og dautt án meistaranna, er dóu úr hungri eða fyrir vanrækt eöa ofsóknir eöa þrengingu, og

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.