Heimir - 01.09.1907, Side 23

Heimir - 01.09.1907, Side 23
Ii E I M I R 95 ar eigin. Ef vér finnum eitthvaö þaö í þeim, sem getur’staö- ist óbreytt í ljósi þeirrar þekkingar, sem vér höfum og vafa- laust er það margt, sem þannig er varið, þá er engin ástatða til að breyta því. En vér megum ekki gleyma því að án þess að nota þekkinguna og skynseinina og skoða alt við þeirra ljós, og játa svo hreinlega frammi fyrir öðrum, að hvaða niðurstöðu vér hötum koinist, getum vér als ekki oröiö sannfrjálslyndir menn. G. A. Að lifa hinu hreinasta lífi, virðist vera þetta: að gefa sjálf- an sig algjörlega og óskiftan við því, sem er stórt og hefir gildi í sjálfu sér, að leggja þar fram alla sína hamingju hvað sem fyrir kann að koma. „Reiddu þig á hinn innra mann", segir Markús Aurelius. Þann innra mann kallar hann á öðrum stað: „Guð hið innra í oss". Þetta gerir lífið einfalt og óbrotið. Þeir sem reglunni fylgja verða vanalega ekki millíóna eigendur. Þeim er greiðari leiðin að krossinum. Samt sem áður er það eini vegurinn til að öðlast líf, já, jafnvel hér í þessum heimi, því það eru þcir einir, sem komast að leyndardcminum um al- gjörðan hreinleika. Það eru þeir, sem sjá að lífið er eitt frá byrjun til enda í gegnum allar umbreytingar, ofið úr sama efni alt í gegn. Þessir menn finna í starfi sínu og í skemtunum sín- um, í skoðun sinni á öllum hlutum og í sínum leyndustu hug- renningum að lífið er himneskt. Þeir finna hið eina í öllu og það eina fullnægir þeim. Þetta er hið hreina líf, sá hreinleiki, sem er takmark list- arinnar og hinnar innri sjálfsmentunar. Þegar vér höfum náð því marki falla smámunirnir í Ijúfa löð. Hvað vér eigum að borða og drekka og hverju vér eigum að klæðast, verður oss þá ekki lengur áhyggjuefni. Urn lífsþægindin getum vér þá sagt eins og Antonius: „Hann naut þeirra hræsnislaust meðan þau voru og æðraðist ekki þó þau skorti". Og um fátæktina með Seneca: „Það er ekki sá, sem hefir lítið, sem er fátækur, held- ur hinn, sem altafgirnist ineira". Það sem vér höfum er mikið. Guð, alheimurinn og vor eigin sál. Konungar og keisarar geta ekki látið meira í bikar sinn. Ef til vill getur þú í ástandi hrein- leikans notið meiri gæða en þeir. J. Bricrlcy.

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.