Heimir - 01.09.1907, Page 14

Heimir - 01.09.1907, Page 14
86 H E I M I R aö vekja þjóöina andlega og gera þýzka guöfræöi frjálslegri en veriö haföi. En uppreisn Þýzkalands og framför til áhrifa, valda og sameiningar var aö mestu leyti mentun þjóöarinnar aö þakka, og þaö er mentunin, sem hefir lagt grundvöllinn fyrir vaxar.di víðsýni og frjálslyndi í trúarbrögðum. Þý'zkaland hefir lengi veriö'fyrirmynd hinna Evrópulandanna hvaö mentun á öllum stigum viövíkur. Um miöja 17. öld byrjaði hreyfing til gagn- gjöröra mentunar umbóta í Weimar og öörum bæjum, þanmg, aö lög voru samin, sem ákváöu skyldumentun. Þessháttar lög eru nú í gildi og hafa lengi veriö í öllum hlutum keisaraveldis- ins. Þjóöin álítur þaö fyrstu skyldu sfna aö öll börn hennar geti orðið mentunar aönjótandi. Sérstaklega eru þaö háskólar landsins, sem eru því til ó- metanlegs gagns. Þeir eru 21 aö tölu, og höföu áriö 1900 2.800 kennara og 34.000 nemendur. Ahrif þeirra eru afarmik- il. I þeim kemst andlegt líf þjóöarinnar á sitt hæsta stig. þaö- an koma hinar haestu hugsjónir hennar. Þangaö koma menn frá öllum löndum til að afla sér þekkingar. Þannig eru þessir háskólar afl í andlegu lífi als hins mentaöa heims, jafnframt því sem þeir eru voldugt afl í landinu sjálfu. Þaö sem mest og best einkennir þýzku háskólana er frels- iö. Þeir eru allir stjórnarstofnanir og undir umsjón þess ríkis, sem þeir eru í. Ríkin hafa ekki æfinlega tekiö viturlega af- stööu gagnvart frelsinu. Þau hafa aö mestu leyti haldið kyrkj- unni í ófrelsi, til stórskaöa fyrir trúarbrögöin. Fyrr á tímum voru háskólarnir einnig ófrjálsar stofnanir. En um miöja 18. öld varö breyting á. Það var fyrst í Halle og Göttingen, og síöar viö aöra háskóla, aö frjálsum rannsóknaranda var leyft aö þroskast. Fyrir réttum hundraö árum síöan stofnaöi Friö- rik Vilhjálmur þriöji Prússa konungur háskólann í Berlín meö því ákvæði, aö algert frelsi til aö rannsaka og kenna skyldi eiga sér staö þar. Hinir fremstu menn, sem völ rar á, voru gerðir að kennurum, án nokkurs tillits til flokksfylgis eöa trúar bragöaskoöana, meö þsim skilningi, aö þeir ættu aö rann-

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.