Heimir - 01.09.1907, Qupperneq 6
7»
H E I M I R
sannan tilverublæ á æfi vora. Höpp og óhöpp, lán og ólán,—
að eins að tilfinningarnar séu vakandi fyrir hvorutveggja og vér
viljum vera hver öðrum bróðurlega vingjarnlegir í sorg og gleði.
Það er haft eftir meistaranum sjálfum, að hann hafi sagt, er
hann bað íyrir lærisveinurn sínum: „Faðir minn, eg bið þig
ekki að þú takir þá úr heiminum, heldur að þú haldir þeim í
heiminum." Þaö er líka heilbrigðari skoðunin,— að oss sé hald-
ið í heiminum af verndarhendi hins góða guðs og studdir til
þess að verða einhverju góðu að liði. Eg trúi ekki á heilagt
fólk. Mér finnst allt heilagt fólk skorta allan manndóm, hvort
sem það er af því að guðdómurinn þar yfignæfir. Mér finnst alt
heilagt fólk andlega volað og vankað, og sannast að segja skin-
helgir hræsnarar. Heilagt fólk temur sér vol og víl í tali, það
temur sér að bera langt—fjarska toginleitt, slétt og hrukkulaust
andlit, það hylur fyrir samferðafólkinu bros sín, og bresti sína,
og bræði sína—því því sinnast oft herfilega, og það Kefnir sín
griminilega á laun. Eg ann ekki launvígum. Það er óholt,
langa andlitið broslausa. Það er svo dauðalegt og fölt, eins og
jurtir þær sem aldrei hafa horft framan í.sólina. Það er eins
og það hafi vaxiö í felum út af almannaveginum— í ineinum.
Yður máske virðist ekki eitt og hið sama og mér. Yður kann-
ske finnst manndómseinkennin koma fram í fólkinu með heilag-
leikum, í varfærnis- sálarlausu- hversdagslegu ræðugjörðum
þeirra. En mér finnst það fólk eiga meira af manndómi, vera
sannara fólk, sem ekki er alveg skuggalaust, og veit því ekki
nema að óvinurinn geti fest hönd á kápu þeirra, nema því að
eins það taki höndum saman með samferðamönnunum og verði
einhverju góðu að liði. Það virðist sennilegt, að það sé betra
að treysta á þá réttlætingu, að góðverkin yfirgnæfi, heldur en á
það, að verjast allra verka, svo að í hvorugan dálkinn sé hægt
að færa starf mannsins um æfina. Þessi heilagleika krafa, sem
sumir krefjast til þess, að maðurinn fái að verða að manni, er
tæpast alvarlegra orða verð. Réttlætið er fyrst, síðast og ætíð
það, sem ræður því, hvert maðurinn er maður. Að kasta frá
sér því æðsta til þess að taka upp við tröllahendur eins og Peer
er óláns vottur, er sannarlega að vera ekki, hvað sem heimur-
inn kann að álíta.