Heimir - 01.09.1907, Side 11

Heimir - 01.09.1907, Side 11
H E I M I R 8.1 Nýr vestur-íslenzkur læknir. n.s: Siguröur Júlíus Jóhannesson er faddur að Læk í Ölfusi, 9, jan. áriö 1869. Hann tók inntökupróf viö læröa skólann í Reykjavík 1892, og útskrifaöist þaðan 1897. Síðan stundaði hann heimspekisnám um hríð við prestaskólann í Reykjavík, en gaf sig jafnframt við blaðamensku. Arið 1899 tók hann viö ritstjórn blaðsins „Dagskrá", sem stofnað var af Einari Bene- diktssyni. Haustið 1899 fiutti hann hingaö til Winnipeg, og dri s.'öar byrjaði hann á guðfræðisnámi við lúteiskan guðfiaðis- skóla í Chicago. Eftir eins árs dvöl þar hætti hann náminu, með því að skoðanir hans í trúarefnum höfðu allmjög breyzt í frjálslyndisáttina. Hvarf hann þá aftur til Winnipeg og byrj- aði að gefa út blaðið „Dagskrá II." Var hann ritstjóri blaðs- ins þau tvö ár, sem það kom út. Arið 1903 stundaði hann nám við læknaskólann hér í bænum, en liuttist næsta vor suður til Chicago til þess að halda áfram læknisfræðisnáminu þar. Hann útskrifaðist 30. júní síðastl. frá „Jenner Medical College', var sæmdur doktorsnafnbót, og veitt aðstoðarkennaraembætti við skólann urn leið. Hann er kvæntur Halldóru Fjeldsted hér úr Winnipeg. Sigurður er einn með rnestu hæfileikamönnum á meðal ís- lendinga. Gáfurnar eru fjölhæfar og starfsemin óþreytandi, enda hefir hann á námsárum sínum afkastað meiru en flestir aðrir. Má geta þess, að í lærða skólanurn lauk hann við fimta og sjötta bekk á einu ári. Sömuleiðis hefir hann nú tekið full- naðarpróf í læknisfræði á óvanalega skömmum tíma og þó orð- ið að vinna við önnur störf jafnframt. Hann er áhugamaður unr alt það, sem honum virðist vera til heilla og framfara fyrir land og lýð. Lætur hann skoðanir sínar í ljósi hreint og vafn- ingalaust, enda hefir hann ekki átt miklu vinfengi að fagna á ineðal hinna svo kölluðu „leiðandi manna" hér hjá Vestur- Islendingum, nú á síðari árurn, fremur en aðrir, sem það gjöra. Það má segja, að ein aðalstefna sé ráðandi í öllu því, sem Sig. talar og skrifar. Sú stefna er, að ganga í stríð á móti öllu of- ríki og ranglæti, í hvaða inynd sem er, en hefja alt sem er und-

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.