Heimir - 01.09.1907, Page 21

Heimir - 01.09.1907, Page 21
H E I M I R 93 ^ anir séu þær einu réttu, frá hvaöa sjónarmiði, sem á er litiö. En svo eru til aðrir, sem gera trlkall til að vera skoðaöir frjáls- lyndir menn, og eru ósárir á að bregða öðrum um þröngsýni og ófrjálslyndi. Þeirra frjálslyndi er í því innifalið, að þeir eru altaf að hampa einhverju framan í almenning, sem er ný'tt, sem merki um það hvað vel þeir fylgi tímanum og skilji breyt- ingar þær, sem verða á hugsunarhætti og skoðunum. En það sem þessir menn forðast, er það, að aðhyllast nokkrar skoðan- ir, sem hætt er við að fjöldanum ekki geðjist að, því þeirra að- alhugsun er sú, að vera altaf þeim megin, sem fjöldinn er, hvar svo sem það kann að vera. Afleiðingin verður óhjákvæmi- lega sú, að í öllum aðalatriðunum eru þeir næstum því eins ó- frjálslyndir og þeir afturhaldssömustu, en gæta samt þess, að hafa jafnan eitthvað á prjónunum, sem í augum flestra er merki uin frjálslyndi og víðsýni. Sem dæmi þessarar tegundar af frjálslyndi f trúmálum mætti benda á viðtökur þær, sem hærri krítikin hefir fengið hjá mörgum Islendingum. Heilmikið hefir verið á móti henni skrifað af sumum, en flest af því hefir verið harla ómerkilegt, og hefir lýst bæði vanþekkingu og illvilja gagnvart öllum nýj- um hreyfingum. Nokkrir hafa aðhyllst þessa hærri krítikar- stefnu, en þeir hinir sömu virðast geta gert það, og um leið haldið flestum ef ekki öllum skoðunum sínum á kenningunum, sem á biblíunni eru bygðar, óbreittum. Það þykir bera vott um framúrskarandi frjálslyndi að aðhyllast hærri krítikina, cn maður getur varla annað en efast um frjálslyndi þeirra manna, sem aðhyllast hana, án þess að komast nokkuð lengra áleiðis. Hvernig þeir fara að samrýma þær skoðanir, sem ættu að vera eðlileg afleiðing þeirrar stefnu, við ýmsar aðrar skoðanir, sem þeir opinberlega viðurkenna að vera réttar og sannar, er ráö gáta, sem ilt er fram úr að ráða. Einmitt hér kemur hið ó- ^ sanna frjálslyndi í ljós. Hér skortir það víðsýni, sem hefir á- hrif á skoðanir mannsins sem heild. Það er þröngsýni í annari mynd en það sem lýsir sér í hinum fávizkulegu mótmælum gegn öllu, sem ekki er nógu gamalt til að vera trúað. I staðinn fyrir að sjá als ekkert út fyrir þann meinþrönga sjóndeildar-

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.