Heimir - 01.05.1914, Page 8
260
HEIMIR.
nóttunni cn á daginn; það er öðru vísi í dag en það var í gær, og
öðru vísi á þessum staðnum cn þar er á liinum. Andrúmsloft vort
er loftið sjálft að viðbættu öllu hví sem hað hefir dregið í sig af
jörðinni. Andrúmsloftið dregur alt í sig: það dregur í sig efnin,
sem gufa upp af sjónum og fúaloftið úr mýrarflóunum. Stundum
er aðeins iítill hluti andrúmsloftsins lireint loft; ýms loftkend cfni
og reykur koma í stað Jress og útrýma því.
2?ví er alveg eins farið með trúna og guðfræðina og sambandið
þeirra á milli. Það cr oft talaö um trú þegar átt er við guðfræði,
alveg eins og oft er talaö um loft þegar átt er við andrúmsloftið með
þeim efnum,. sem í því eru. En trúin er alstaðar hin sama og hefir
ávalt frá byrjun verið liin sama. Hún getur verið að mcira eða
minni leyti hrein, en muriurinn er aðeins að live miklu leyti liún er
hrein. lmð er aðeins ein trú til. Aftur á móti breytist gu'ðfræðin
stöðugt. Hún er öðru vísi á einum staðnum en öðrum, öðru vísi á
einum tíma en öðrum.
3?að sem orsakar mismuninn á milli gu'ðfræði og trúar, er ná-
kvæmlega það sama og það sem orsakar mismun andrúmloftsins og
hins hreina lofts. Guðfræðin er full af efnum, sem líkja má við loft-
kendu efnin, er leita upp frá jörðinni. Hún dregur í sig villur, for-
dóma og ófuilkomlegleika vors iægra lífs; hún eitrast af mannlegum
ástríðum; hún tekur í sig fúaloft gamalla erfikenninga, sem eru
eins og óhrein og fúl fen, sem eftir verða, þegar vatnið, er í fyrstu
orsakaði þau, þornar upp.
Ef maður sundurliðar guðfræði eirihverrar aldar eða einhvers
samfélags, þá finnur maður að erfikenningarnar og fordómarnir, sem
þar eiga sér stað eru blandaðir saman við meiri eða minni trú. En
ef maður sundurliðar trúna, þá er hún ávalt eins.
Guðfræðin er stundum heilnæm, eins og andrúmsloftið, en
stundum er hún banvæn. Trúin flytur ekkert nema líf, eins og
hreina loftið. Trúin er náttúrlegt og einfalt traust sálarinnar á
góðan kraft yfir sér og umhverfis sig og skyldleik sinn við hann;
og guðfræðin er liugmyndirnar, skoðanirnar, tilgáturnar og erfi-
kenningarnar, sem hafa safnast utan um þetta; stundum gjöra þær
það ljóst og skýrt, stundum óljóst og þokukent.
Þegar eg segi, að til sé aðeins ein trú, á eg við, að liin instu
sannindi trúarinnar séu aöeins ein, og þessi sannindi koma í ljós