Heimir - 01.05.1914, Qupperneq 11

Heimir - 01.05.1914, Qupperneq 11
H E I M I R . 36H skilið aðra. Þess vegna er málið eðlilega oftar skoðað sem andlegur viðskiftamiðill heldur en sem búningur hugsana. í>ó að í strangasta skilningi alt mál sé hugsunabúningur, á naumast við að skoða ]>að þannig, nema að hugsanirnar séu að einhverju ieyti fruinlegri og varanlegri en þær sem menn yfirleitt liugsa og láta í ljós dagsdag- iega. En liverjar sem hugsanirnar eru, er málið ávait jafn nauð- synlegt til að flytja ]>ær manna á milli. Málið er fyrst og fremst skilyrði fyrir samlífi og öllum samböndum, sem bygð eru á skiln* ingi. Ef aðeins eitt mál væri til í lieiminum, þá væri ckki um neina erfiðleika að ræða í því að læra og nota málið; þá lærði hver maður það inál einsog hver maður lærir sitt móðurmál, og gæti gjört sig skiljanlegan fyrir öllum og skilið alla án nokkurrar mciri fyrirhafn* ar. En málin eru mörg; aðalmálin eru mörg og mállýzkurnar enn- þá fleiri. Sum þeirra eru ekki lengur töluð, önnur ná stöðugt meiri útbreiðslu; sum eru nóskyid, önnur fjarskyld og ennþá önnur svo ólík að menn geta ekki lengur fundið nokkurn skyldleika með þeim. Enginn maður gæti lært öll mál, þótt hann verði allri æfi sinni til þess; en sá sem vill verulega kynnast líl'i og bókmentum helztu þjóða heimsins vcrður að læra mörg auk móðurmáls sins; og margir, sem ekki ala allan sinn aldur í því landi, sem þeir eru fæddir í, eru nauðbeygðir til að læra nýtt mál. Fyrir oss Yestur-íslendinga horfir þetta þannig við, að vér höfum orðið að læra nýtt mál með bústaðaskiftunum. Yér erum hluti af fámennri þjóð, sem liefir sitt sérstaka mál; en það mál hefir ekkert gildi út á við í heiminum til daglegrar notkunar, þött það hafi mikið bókmcntalegt gildi. Með voru eigin máli getum vér ekki liaft samneyti af neinu tagi við fjöldann af því fólki, sem vér lifum og störfum með liér vestan liafs. I>að er því ekki um það að ræða, hvort vér viljum læra ensku, eins og t.d. einhver vill læra Jatínu eða þýzku til að geta liaft full not bókmenta, sem til eru á þeim málum: vér verðum að læra hana. Sá sem ekki lærir ensku, "kemst ekki áfram liér” eins og svo oft er að orði komist. Ef cnskan væri fyrir oss ekkert annað cn búningur lnigsana, sem menn, er talað hafa enskt mál, hafa liugsað, þá gætum vér komist af án hennar; vér gætum lifað án þess að þekkja þær hugsanir. En enskan er málið, sem vér verðum að gjöra oss skiljanlega á og skilja aðra á hér í landi á svo ótal mörgum sviöum hins stærra samlffs; hún er sá

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.