Kirkjuritið - 01.10.1937, Síða 5
Kirkjuritið.
Biskupsvígsla á Hólum.
299
sem Kristur Jesús var“. Á eftir ræðu sinni las hann upp
æfiágrip vígsluþega.
Því næst fór fram sjálf vígsluathöfnin samkvæmt helgi-
siðabókinni. Biskup landsins flutti vígsluræðu sína út af
orðunum í Gal. 2, 20: „Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur
lifir Kristur í mér“. Síðan lásu vígsluvottarnir sinn ritn-
ingarkaflann hver, en á milli söng söngflokkurinn sálm-
inn: „Andinn Guðs Iifanda af himnanna hæð“. Yígsluþegi
vann heit sitt og kraup við altarið, en biskup landsins og
vígsluvottarnir lögðu hendur yfir hann.
Næsti sálmur var: „Víst ert þú, Jesú, kongur klár“. En
á eftir honum prédikaði biskupinn nývígði. Hann lagði út
af guðspjalli dagsins, Lúk. 17, 11—19, sögunni um 10 lík-
þráa. Benti hann á það, hve ástandið í heiminum á vor-
um dögum endurspeglaðist í framkomu hinna níu, sem
sneru ekki aftur, er Jesús hafði læknað þá, til þess að get'a
Guði dýrðina; það gerði aðeins einn. En í því hugarfari
einstaklingsins að ganga Kristi þannig á hönd af alhug,
byggi gróðurmagn mustarðskornsins, sem myndi gjöra ís-
lenzku þjóðina að Guðs þjóð og um síðir breyta heimin-
um í Guðs ríki. í lok ræðu sinnar flutti hann þakkir söfn-
uðum sínum og samverkamönnum.
Eftir prédikunina voru biskuparnir og prestarnir til alt-
aris, og lauk þessari hátíðlegu og fögru guðsþjónustu með
því, að sunginn var sálmurinn „Faðir andanna“ og bænar
beðið í kórdyrum.
Kirkjuritið samfagnar vígslubiskupnum nýja yfir virð-
ingu þeirri og trausti, sem honum hafa verið sýnd að
verðleikum, og óskar Norðlendingum allra heilla og bless-
unar af starfi hans.