Kirkjuritið - 01.10.1937, Side 7

Kirkjuritið - 01.10.1937, Side 7
Kirkjuritið. Vígslulaka séra Friðr. .1. Rafnar. 301 sér Krist? Nei, því fer svo fjarri að það sé fásinna, aö ineð þessn er gefið til kynna hugsjónar-takmark, sem liver kristinn maður ætti að keppa að. Enda er svo Guði fvrir þakkandi, að slikir guðsmenn liafa verið til, sem þetta mátti segja um. Og mundi ekki svipuð liugsun þessari liafa eimnitt vakað fvrir postulanum mikla, er hann ritaði þessi orð í upphafi texta míns: „Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér“? Postulinn veit sig „krossfestan með Kristi“ — eins og hann að orði kemst. Af því leiðir, að Páll lifir ekki fram- ar, en það er annar sem nú lifir í honum — sem sé Ivristur, því það, sem Páll „enn lifir i holdi, það lifir liann i trúnni á Guðs son“. Páll hefði því, í staðinn fyrir að segja: Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur Iifir Kristur i mér‘, alt eins getað sagt: „Hver sem sér mig nú, hann sér Krist“. Það sem Páll vill sagt liafa með umræddum orðum er þetta: Alt það i fari mínu, sem verðskuldar nafnið „líf“, það er ekki mitt heldur Jesú Ivrisls. Svo ná- ið er samfélag hans við Krist orðið, að Ivristur hefir gjörsamlega náð yfirráðum hið innra með honum og vilji Páls sjálfs orðið að þoka l'yrir vilja Ivrists. Nýtt lífs- afl liefir altekið hann. All hið innra líf postulans er mót- að af Kristi. En hvað er þetta annað en hið lnigsjónarlega takmark, sem hverjum kristnum manni er sett að keppa að? Lærðir menn fyrri tíma töluðu, miklu meira en nú á sér stað, um það, sem þeir nefndu „dulræna sameiningu“ við Krist, en með því áttu þeir ekki við annað en það, sem nú hefir verið vikið að, nýtt lifsafl, sem frá Kristi streymdi inn í lif hins trúaða manns og gagnsýrði það að öllu leyti, svo að vitund hans, vilji og tilfinning, mótað- ist algjörlega af þessum krafti anda Krists. En því miður hefir þessarar hugsjónar kristnilífsins gætt minna en skvldi innan kirkjunnar og hún verið látin þoka fyrir jatningar-kröfunni, sem hjá allof mörgum varð ekk- ert annað en hlýðniskrafa við kenningu kirkjunnar og

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.