Kirkjuritið - 01.10.1937, Qupperneq 8

Kirkjuritið - 01.10.1937, Qupperneq 8
Jón Helgason: Kirkjuritið. 302 kenningar-útskýringar. svo aó auðsveip samsinning þessa var talin vottur sannkristilegs lífs. En við það lagð- ist hula yfir hugsjónar-takmarkið mikla: Að fram ganga svo algjörlega i anda og krafti Jesú Krists, að þeir bein- línis sýndu Krist með heilögu lífi sinu. Það liefir þá líka á öllum tímum verið kristninnar mesta mein, hve til- tötulega fáir þeir voru, sem gengu svo fram í lífi sínu að um þá mætti segja: Hver sem sér þessa menn, hann sér Krist. Engum ríður jafnmikið á því, að hugsjónartakmarkið, eins og Páll hefir gefið það til kynna með orðunmn: „Nú lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér“, liverfi þeim ekki úr sýn, og þeim, sem kallaðir liafa verið til að liafa á hendi þjónustu orðsins innan safnaðanna. Það, sem gerði áhrifin af starfi Páls, og svo margra annara Jesú- lærisveina eftir lians dag, svo mikilfengleg, var vitanlega það hið nýja ósigrandi lífsafl, sem þeim veittist fvrir trú- arsamlífiðvið Jesúm Krist sjálfan,—hversu þetta ósigrandi lífsafl knúði þá áfram til sífelt meiri fullkomnunar i að helga Guði og hans eilífa r'iki alla sína krafta, - liversu Kristur lifði i þeim sem mikilfenglegur, endurnýjandi kraftur, sem frá rótum fékk að móta gjörvalt lif þeirra lil hugsana, orða og verka, svo að það varð sannleiki i lifi þeirra „liver sem sér þessa menn, hann sér Krist". Eins og' það er sannfæring mín, að það sé eitt af vor- um kirkjulegu meinum, já, þeim, sein tilfinnanlegust eru, live oss þjónum kirkjunnar er einatt áfátt i þessum efn- um, eins er það á hinn hóginn gleðiefni, að sú krafa lifir enn með kristnum söfnuðmn þessa lands, að Krists-lífið móti seni mest alt líf og alla framkomu prestanna bæði i kirkju og utan. Þrátt fyrir alla deyfð innan kirkju vorrar (sem þó einatt er meira gert úr en ástæða er til á vorum dögum) eru þeir vafalaust margir innan íslenzks safnað- arfólks á vorum tímum, sem óska þess af alhug að eiga þann sálusorgara starfandi hjá sér, sem með sanni mætli segja um: „Hver sem sér hann, hann sér Krist“. Og í

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.