Kirkjuritið - 01.10.1937, Page 13

Kirkjuritið - 01.10.1937, Page 13
Kirkjuritið. VITA. ÆFIÁGRIP FRIÐRIKS J. RAFNAR. LESIÐ UPP, ER HANN, 29. ÁGÚST 1937, VAR VÍGÐUR VÍGSLUBISKUP I HÓLASTIFTI HINU FORNA. Ég, Friðrik J. Rafnar, er fæddur að Hrafnagili i Eyja- firði 14. dag febrúarmánaðar 1891. Foreldrar mínir vor.u lijónin Jónas prófastur og síðar kennari Jónasson og Þórunn Stefánsdóttir. Var faðir minn fæddur að Úlfá í Eyjafirði 7. ágúst 185(5 og var sonur hjónanna Jónasar Jónssonar, síðar bónda og læknis á Tunguhálsi, og Guð- riðar Jónasdóttur bónda á Halldórsstöðum í Eyjafirði. Faðir minn andaðist í Reykjavík 5. ágúst 1918. Móðir min var fædd að Hlöðutúni í Borgarfirði 24. febr. 1858 og var dóttir Stefáns bónda Péturssonar Ottesens, sýslu- manns á Geitaskarði, og Önnu Guðmuudsdóttur. Hún andaðist í Reykjavík 1(5. marz 1933. Af 8 börnum foreldra minna komumst við 1 bræður til fullorðinsára. Urðu hin 4 systkini mín, og 3 fóstur- syslkini þegar á unga aldri herfang hins hvíta dauða. Má telja, að öll þau ár er ég dvakli i foreldrahúsum, fram að fermingu, væri altaf eitthvert systkina minna eða fóstursystkina sjúkt eða rúmliggjandi. Er það mörg- um minnisstætt, sem æskuheimili mínu voru kunnugir, livílikt þrek foreldrar mínir sýndu í þeirri áralöngu og örðugu heimilisbaráttu. Nú erum við aðeins 3 bræður á lífi. Hinn elzti okkar andaðist í Kaupmannahöfn 3. júlí s.l. Upphaflega var svo til ætlast af foreldrum mínum, að ég gengi skólaveginn, og var námi minu í heimahúsum hagað með tilliti til þess. Settist ég í 1. bekk Gagnfræða-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.