Kirkjuritið - 01.10.1937, Qupperneq 16

Kirkjuritið - 01.10.1937, Qupperneq 16
310 FricSrik J. Rafnar: Kirkjuritið. prestur og þá stund, er mér veittist náð til þess að taka vígslu til þess háleita starfs. Þó skal því engan veginn neitað, að margar áhyggjustundir hefir prestsstaðan bakað mér, og stundum sem mér hefir fundist, að starf- ið vera mér með öllu ofvaxið og kraftar minir engir til þess að reka það erindi Guðs, sem mér var trúað fyrir. En það hefir gefið mér styrk, að alla tíð liefi ég átt að fagna kærleika og umburðarlyndi margra safnaðar- manna minna, og ég get ekki nógsamlega þakkað þeim, fvrr og' síðar, hvernig þeir hafa umborið störf min og stundum jafnvel metið þau ofar verðleikum. Þvi að þó að unnið starf mitt á liðnum tíma geti sýnst allmikið á skýrslum og skjölum embættanna, því þau hafa bæði verið fjölmenn og krafist mikillar vinnu, þá finn ég það sífelt betur, hve mikið hefir á skort, að gert hafi verið eins og þurft liefði og tækifæri hafa verið til. Arið 1916 kvæntist ég konu minni Ásdísi Guðlaugs- dóttur, Guðmundssonar bæjarfógeta og sýslumanns á Akurevri. Okkur liefir ekki orðið barna auðið, en hjá okkur liafa alist upp 3 fósturbörn, tvö systkinabörn konu minnar og eitt okkur óskyll. Hefir konan mín jafnan verið mér samhent um alla hluti og uppeldis- börnin, sem við altaf höfum skoðað sem eigin börn, ver- ið okkur til ánægju. Auk preststarfsins hefi ég jafnan frá fyrstu árum þess orðið að gegna ýmsum aukastörfum, svo sem sveita- stjórnarstörfum og öðru slíku, meðan ég var á Suður- landi, og skólanefndar- og sáttanefndarstörfum bæði þar og hér nyrðra, auk ýmislegs annars, sem til fellur. Þó að slík aukastörf taki oft allmikinn tíma, og séu stundum vafasöm til vinsælda, og þeim tíma, sem til þeirra gengur oft, gæti orðið betur varið til annars, hefi ég ekki villjað skorast undan að taka að mér það, sein samborgarar mínir liafa treyst mér til að inna af hendi. Arið 1925 sótti ég alheimskirkjuþingið í Stokkhólmi, er þar var háð undir forsæti Söderbloms erkibiskups.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.