Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 20
314 Friðrik Friðriksson: Kirkjuritiö. myndi verða of einráður og baldinn og setti honunx því þá kosti, að hann gengi í kirkju og i sunnudagaskóla á hverjmn sunnudegi og forðaðist þá staði, sem hann vissi að móðir hans hefði óbeit á. Þá er hann hafði lofað þessu, fékk. liann það slarf að selja skófatnað í húð frænda síns, og kom brátt i ljós, að hann var slyngur sölumaður, og tók verzlun frænda hans mjög að blómgvast. Hann hélt loforð sitt vel. En fremur gekk hann í kirkju af skyldurækni en af því, að honum væri það ljúft. Hjarta lians var enn ósnortið og hann var illa að sér í Biblíunni. — Til að ráða hót á þvi gekk hann i biblíulestrarflokk og lagði þar grundvöllinn undir hina mildu hibliuþekkingu sína síðar. Kennarinn i biblíuléstrarflokknum hét Kimball og varð hann verk- færi Guðs til þess að leiða hinn unga nxann til lifandi trúar. Kiixxball sá, lxvað lionunx leið og' fór eitt sinix rak- leiðis inn í húðina til hans, náði lionum á einmæli og talaði svo innilega við hann unx kærleika Jesú til hans og þrá Guðs eftir hjarta lxans, að hjarta hans hráðnaði og liann gaf Guði sig á þeii’ri stund. Honum faixst nú, að alt væri orðið nýtt; lxonunx fanst sólin skína skær- ai\ og fuglarnir syngja betur. Nú sótti hann ekki leng- ur kirkjuna af skyldurækni, lieldur af sönnunx unaði. Hann var þá 17 ára, er hin mikla breyting fór fram í lííi hans. Seytján árum seinna fékk hann þá gleði að leiða son Kimballs á rétta braut. Nú nægði honum ekki lengur að njóta gæðanna í Guðs ríki, heldur varð liann gripinn af þrá eftir að leiða aðra inn á trúarinnar braul. Hann tók nú nxeð lífi og sál þátt í guðsþjónustu safn- aðarins, og afstaða lxans til safnaðarlífsins varð önnur en áður. „Áður en ég snerist, starfaði ég til að frelsasl, en nú starfa ég' af því að ég er frelsaður“, sagði hann. Með brennandi álxuga sneri liann sér nú að þvi að vinna nxenn fyrir Guðs ríki. Hann treysti sér þó ekki til þess að boða orðið sjálfur eða tala á samkomum; var í því ólíkur mörgum áhugamiklum ungum mönnum, sem ný-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.