Kirkjuritið - 01.10.1937, Page 22
316
Friðrik FricSriksson:
KirkjuritiíS.
nei við því, þar sem skólinn hefði 16 kennendur, en að-
eins 12 börn, er sæktu skólann, en hann sagði: Ef þú
vilt ná í hörn og mynda þinn eiginn flokk, máttu það
gjarna, því að nóg er húsrúmið, því miður“. Næsta
sunnudag kom Moodv i fararbroddi fyrir 18 drengjum,
sem hann hafði smalað saman á götunni. Samt stofn-
aði hann ekki sérslakan flokk handa sjálfum sér, lield-
ur skifti hann þeim niður á kennarana. Hann þóttist
ekki vera nógu fær til að kenna, en fann hlutverk sitt
og fullnægju i þessari smalamensku fvrir aðra. Hann
hélt áfram að smala og á skömmum tíma fylti hann
liúsið og varð úr þessu blómlegur sunnudagaskóli. —
Þegar hans þurfti ekki lengur með þarna, þá réðst hann
i að slofna sunnudagaskóla í öðrum hæjarhluta, leigði
sér stórt liúsrúm, fékk kennara og hóf smalamensku
sína þar, og hrátt var húsrúmið of lítið, svo að hann
varð að leigja stærri byggingu. Hann var lífið og sálin
í þessum skóla sínum, enda þótt hann hvorki kendi eða
talaði. Hann stjórnaði samt öllu. Þá er skólinn var úti,
stóð hann við dyrnar og tók í hendina á hverju barni
og skaut að þeim góðum orðum. Þau þyrptust í kring-
um bann. Það var eins og hefði hann eitthverl segul-
magn lil að liæna þau að sér. Það var segulmagn kær-
leikans til Krists og barnanna og hins brennandi áhuga.
— Siðdegis gekk hann um og lieimsótti heimili barn-
anna og bauð foreldrum þeirra á samkomu um kvöldið
í skólahúsinu. Þeim samkomum stjórnaði liann sjálfur,
en fékk aðra til að tala. Hann var allan daginn að starfi
qg gaf sér ekki tíma til að borða; hafði aðeins nokkurar
kexkökur i vasanum og svolítið af osti. Þannig vann
hann ldífðarlaust hvern sunnudag. Hina aðra 6 daga vilc-
unnar var hann vörubjóður fyrir verzlun sína og stund-
aði það starf með svo miklum áliuga og árangri, að
hann hvað eftir annað fékk launaviðbót og hafði miklar
tekjur, sem hann varði til andlegs starfs og gat þó
lagt nokkuð til hliðar.