Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 23
Kirkjuritið. Dwight L. Moody. 317 Starfið meðal barnanna óx og varð sniámsaman að starfi fyx-ir fullorðna. Hús, sem áður iiafði verið veit- ingahús, var nú leigt og' samkomur haldnar á virkurn kvöldum. Þar hyrjaði Moody sjálfur að prédika, þegar liann hafði engan annan, en ekki gekk það nú vel i fyrstu. Hann fékk að heyra, að hann dygði alls ekki til að tala. Hann talaði heldur ekki rétt mál og margar málvillur komu fyrir hjá honum. Maður einn sagði við liann: „Það úir og grúir af málfræðisviilum hjá yður. Þér ættuð ekki að halda ræður“. Moody svaraði: „Veit ég ]xað og marga aðra galla iief ég, en ég gjöri það sem ég get. En þér, sem kunnið málfræðina svo vel, til hvers nolið þér hana í víngai’ði drottins?“ Rrátt óx starfsemi lians svo, að hann sá að köllun sín væri að helga sig og allan sinn tíma í þarfir Guðs ríkis. Kærleikur Krists knúði hann. Svo sagði hann upp stöðu sinni, enda þótt það kostaði hann mikla haráttu við sjálfan sig. Hafði í laun 5—6000 dollara á ári. — Nú slepti hann því öllu. Hann átti talsverða peninga, sem hann hafði lagt til liliðar. Hann liugsaði sér að vinna algjörlega fyrir drottin, meðan þau efni entust, og treysti þvi, að ]xetta væri vilji Guðs, mundi hann síð- an opna vegi, en ef ekki, gæti hann aftur liorfið til at- vinnu sinnar. Nú fór hann að lifa með mesta sparnaði, til þess að peningarnir entust sem lengst og gaf sig nú allan að andlega starfinu. Og það kom í ljós, að Guð hafði útvalið hann til mikilla framkvæmda og sá fvrir honum á sinn hátt. — Smámsaman leiddi Guð hann inn i prédikunarstai’fið, og höfðu ræður hans svo mikil áhrif, að einsdæmum sælti. Starfssvæðið varð stæri’a. Það var eins og alt kristilegt líf og' starf blómgaðist, hvar sem Moodv kom. Þúsundir manna og kvenna unn- usl fyrir Guðs ríki. En svo kom tími, að alt sýndist ætla að hrynja í rústir. Borgarastyrjöldin mikla skall á og umlurnaði öllu. Moody lét þó ekki hugfallast, en lag'aði sig' eftir hinum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.