Kirkjuritið - 01.10.1937, Side 25
Kirk.juritið.
Dwight L. Moody.
319
prédikaði fagnaðarerindið inn i hjöítu manna, og
Sankey söng það inn i þau. Þangað sem orð Moody’s
náðu ekki inngöngu, náði Sankev oft með hinum guð-
móði fylta söng' sínum. Báðir voru þeir fvltir af kær-
leika til Guðs og manna; báðir höfðu þeir jdirgefið alt
og gefið sig Guði og þjónustu hans; báðir voru þeir
viljug verkfæri í Guðs liendi, til að frelsa mannssálir og
vinna þær fyrir Guðs ríki.
En nú er aðallega að segja frá Moody sjálfum. Hann
fór eftir sérstakri liandleiðslu Guðs til Englands, víst
tvisvar sinnum, og eru margar sögur um hin stórfeldu
áhrif, sem Moody hafði þar, um stórar vakningar og
fádæma aðsókn, þrátt fyrir nokkura andúð og tortrygni
í fyrstu. Hann hleypti lífi i K. F. U. M. þar á mörgum
stöðum.
Hann hafði lengi þráð að komast í kynni við liina
heimsfræga predikara, Spurgeon, og við George Múller,
sem þá var frægur orðinn fyrir munaðarleysingjaheim-
Íli silt. Nú fékk liann þessa þrá uppfylta. Ég lield ekki,
að náinn kunningsskapur liafi orðið milli hans og Spur-
geons, en George Múller og starf hans vakti aðdáun
Moody’s. Þar sá hann hókstaflega staðfesta meginreglu
móður sinnar, er liún hafði innrætt honum í æsku:
„Treystu Guði og hann mun vel fyrir sjá“. George Múller
hafði þá 1150 fósturhörn i liúsum sínum; bað Guð um
allar þarfir, og fékk það, sem hann þurfti.
Moody kyntist mörgum ágætum mönnum á Eng-
landi. Hann kyntist hinum ágæta Ciuðs þjóni, Shaftes-
bury jarli, og urðu þessir að mörgu svo ólíkir menn
aldavinir. Á seinni ferð sinni um England og Skot-
land kyntist hann hinum unga prófessor Henrv Drum-
mond og hafði mikil áhrif á hann. En Drummond
varð seinna frægur sem vísindamaður og öflugur boð-
beri fagnaðarerindisins í sinni samtíð. Tvö kver eru
eftir hann þýdd á íslenzku: „Mestur í heimi“ og „Pax
vobiscum“.