Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.10.1937, Blaðsíða 27
Kirkjuritið. Dwight L. Moody. 321 síðar fyrir drengi og pilla; varð úr því frægur unglinga- skóli; lærðu piltarnir fvrir utan almennar námsgreinar biblíufræði og gengu út þaðan margir boðberar í Guðs riki. — Moody hafði fyrst framan af ekkert starfað fyrir stúdentalýðinn sérstaklega; þóttist vera of ómentaður til þess. En á Englandi bafði liann komist i kynni við stúdenta, og samkomur bans við háskólana í Cambridge og Oxford, þar sem þó stúdentarnir i fyrstu litu niður á bann, leiddu i ljós, að liann bafði afbragðstök á liinum mentaða æskulýð. Þetta varð til þess, að bann árið 1886 stofnaði lil sumarfundar fyrir stúdenta frá ýmsum bá- skólum í Bandaríkjunum, og liepnuðust þessir fundir svo vel, að síðan voru þeir árlega baldnir með stöðugt vaxandi aðsókn og urðu frægir mjög. A sumarfundinum 1886 kom bið fræga símskeyti frá stúdentafundi í Japan: „Make Jesus King“ — „Gjörið Jesúm að konungi“ —. Þetta símskeyti bleypti eldi i fundinn, var sent þaðan á slúdenlafund á Englandi, og barst þaðan samsumars til Osló —. Þetta varð tilefnið til binnar miklu kristilegu stúdentabreyfingar, sem vakti upp til starfs bina ágæt- ustu menn. „Kristniboðsfélag sjálfboða stúdenta“ á einn- ig rót sína að rekja til fyrsta sumarfundarins i Nortb- field. Nú verður því miður fljótl yfir sögu að fara. Það gæti líka tekið allan daginn, ef fara ætti nákvæmlega út i einstök atriði: Um ferð bans til „Landsins belga“, um einstaka drætti úr starfsaðferðum bans og einkennileg svör, hnyttin og' kröftug; um Imgrekki bans í hættum og erfiðleikum; um atburðina, er bann var i sjávarháska; um samband bans við börn sin og barnabörn o. s. frv. — Ollu ]æssu verður að ganga framhjá. Þá er aðeins að minnast á síðustu æfistundir bans, minn- ugir orða Hebreabrjefsins: „Verið minnugir leiðtoga yð- ar, sem Guðs orð hafa til yðar talað; virðið fvrir yður, bvernig æfi þeirra lauk, og likið síðan eftir trú þeirra“.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.