Kirkjuritið - 01.10.1937, Qupperneq 28

Kirkjuritið - 01.10.1937, Qupperneq 28
322 F. F.: Dwight L. Moodv. Kirkjuritið. Haustið 1899 tóku kraftar Moody’s mjög að réna, og fann hann það sjálfur, en lél ekki á því hera til þess að gjöra ekki ástvini sína órólega, svo að þeir færu að hindra ferðalög, sem hann hafði lofað. Hann hafði lofað að lialda nokkurar samkomur í bænum Kansas City, Missouri. — Einn vinur hans komst að því, að Moodv gat ekki legið i rúmi sínu á næturna, heldur varð að sitja í hægindastóli; hann hafði svo niiklar þrautir, en Moody bannaði honum að minnast á það, hann vildi ekki að það skyldi fréttast heim. Á samkomunum gal engan g'runað, að dauðvona maður væri að tala. Sam- komurnar voru lialdnar i stærstu byggingu hæjar- ins, Convention Hall. Það er nokkurskonar hringleikhús og rúmar 12000 manna í sæti, er leiksviðið er sett sætum, geysilegur salur með stórum hjálmi vfir. Hann talaði ineð vanalegum krafli, og boðskapur hans virtist næstum skarpari en vanalega. Hann talaði mikið um dýrð kom- andi aldar og „brúðkaup Lambsins“. Kvöldið 16. nóvember liélt hann sina siðustu sam- komu, og beint frá samkomunni hélt liann heimleiðis með næturleslinni, og þegar við heimkomuna varð liann að leggjast í rúmið. Það var banalega lians. Hann lá liðugan mánuð og hann sagði eitt sinn: „Guð er mjög' góður við mig' og það er svo ljúft að lifa“. Öðru sinni sagði hann: „Ég vil feginn lofa svo lengi sem Guð getur notað mig; en þegar starf mitt er á enda, óska ég að fá að fara heim“. — Sá 22. desember 1899 var hans síðasti dagur á jörð. Eftir stuttan svefn um morguninn sagði hann: „Jörðin linígur að baki mér, himininn opnast fjTÍr framan mig“. Sonur hans, sem vakti hjá honum, spurði, livort hann liefði dreymt nokkuð. „Nei“, sagði hann, „það er enginn draumur. Það er yndisleg't. Það er eins og að vera frá sér numinn. Ef þetta er dauðinn, þá er hann yndislegur. Það er enginn dauði hér. Guð kallar á mig, ég verð að fara“. — Seinna um daginn kom andlátið hægt og blitt. — í prédikun

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.