Kirkjuritið - 01.10.1937, Page 31
Kirkjuritift.
Séra Guttormur Vigfússon.
325
anum með 1. einkunn. Næsta vetur liélt hann kyrru fyrir
í Reykjavík og vann fyrir sér með kenslu. Kendi hann
j)á nokkurum piltum undir skóla.
Sumarið 1872 vígðist séra Guttormur lil Rípurpresta-
kalls i Skagafirði og þjónaði jtví til 1874 ásamt Skaga-
hrauðinu, Hvammi og Ivetu, sem var prestslaust eftir
lausasögn séra Ólafs stúdents. Næstu tvö ár var hann
aðsloðarprestur i Saurbæ í Eyjafirði hjá séra Jóni Ausl-
mann, tengdaföður sínum. En 187(i fjekk hann veitingu
fyrir Svalharði í Þistilfirði og fluttist þangað. Þjónaði
hann j)vi prestakalli i 12 ár, eða til 1888, en j)á fékk
hann Stöð í Stöðvarfirði og dvaldi þar upp frá því.
Séra Guttormur var tvíkvæntur. Fvrri kona lians var
Anna Málfriður Jóhsdóttir prests Austmanns, sem fyr
er nefndur. Hana misti hann eftir tveggja ára samhúð
haustið 1874. Þau eignuðust tvær dætur, og náði önnur
fullorðins aldri, Helga, er síðar giftist Hallgrími J. Aust-
mann. En seinni kona tians er Friðrika Þórhildur Sig-
urðardóttir, áður hónda á Harðbak á Melrakkasléttu,
Steinssonar hónda á Harðbak Hákonarsonar, hónda á
Grjótnesi. Þórunn, kona Hákonar, var dóttir séra Lár-
usar Seheving prófasts á Presthólum. Seinni konu sinni
kvæntist séra Guttormur 24. ágúst 1877. Þau eignuðust 9
hörn og eru 5 þeirra á lífi: Vigfús, nú á Norðfirði, tengda-
sonur Konráðs kaupmanns Hjáhnarssonar, Guðríður, gifl
Þorsteini Mýrmann, áður kaupmanni í Stöðvarfirði,
Guðlög, gift Þorsteini Kristjánssyni í Löndum í Stöðv-
arfirði, Sigurhjörn bóndi í Stöð og Renedikt kaupfélags-
stjóri i Stöðvarfirði.
Séra Guttormur hefir jafnan verið talinn mesti merk-
isprestur, kennimaður góður og' vinsæll og' vel metinn
af sóknarbörnum sinum. Hann var um eitt skeið próf-
astur í Norður-Þingeyjarprófastsdæmi. Prestsetur sín,
bæði Svalbarð og Stöð, bygði hann upp með miklum til-
kostnaði, því bæði voru komin að hruni, er liann tók við
þeim. En kunnastur er hann út í frá fvrir kenslustörf