Kirkjuritið - 01.10.1937, Síða 32
32(i Þ. G.: Séra Guttormur V)gfússon. KirkjuritiÖ.
sín. Hann kendi fjölda pilta nndir skóla og lét sér þá
einknm umhugað um latínukensluna. Hann var annál-
aður latínumaður, talaði og skrifaði latínu fullum fet-
um. Hann var skemtilegur kennari, og höfðu allir læri-
sveinar lians miklar mætur á honum. Skáldmæltur var
hann og hefir nokkuð af kveðskap hans verið hirt i
„Óðni“.
Fyrir nál. 30 árum fékk ég hjá honum lista yfir þá,
sem hann hafði kent undir skóla og voru þeir þessir:
Helgi Guðmundsson læknir á Siglufirði, Jón Jensson yf-
irdómari, Bjarni Jensson læknir, Geir T. Zoéga rektor,
Finnur Jónsson prófessor, Þórður Thoroddsen læknir,
Jóhannes Ólafsson Skagfirðinga sýslumaður, Halldór
Egilsson bókbindara, Halldór Jónsson bankagjaldkeri,
Jóhannes Sigfússon kennari, Hannes L. Þorsteinsson
Fjallaprestur, Árni Jóhannesson Höfðhverfingaprestur,
Jón Sigurðsson frá Möðrudal, Einar Benediktsson sýslu-
maður, Jón Guðmundsson Norðfirðingaprestur, Björg-
vin Vigfússon sýslumaður, Valdimar Jacobsen (dó í
Kaupmannahöfn), Þorsteinn Gíslason ritstjóri, Harald-
ur Þórarinsson Mjófirðingaprestur, Magnús Gíslason
sýslumaður.
Þorst. Gíslason.