Kirkjuritið - 01.10.1937, Page 34

Kirkjuritið - 01.10.1937, Page 34
Á. G.: Séra Jakob Ó. Lárusson. Kirkjuritið. 328 Jafnskjótt seni Jakob liafði lokið guðfræðiprófi, 1911, fór hann vestur um baf og vann prestsstörf óvígður meðal íslendinga í Saskatchewanfylki i Canada. Þjón- aði hann þar eitt ár þremur söfnuðum við vinsældir og' ágætan orðstir. Mun hann enn eiga marga vini vestra, sem hefir sett ldjóða við fregnina um lát lians og minnast lians með virðingu og þökk. Hann kom aftur heim 1913 og vígðist það ár að Holti undir Evjafjöllum. Yakti það mikla athygli, er hann fór í bifreið til prestakalls síns. Hafði bann keypt hana vestan liafs og hófust þannig fyrir atbeina bans sam- göngubætur, sem einna mestan svip hafa sett á þjóðlifið af verklegum framförum þessarar aldar. Séra Jakob gerðist skjótt skörulegur prestur og' at- bafnamikill bóndi. Enda átti hann ágæta stoð í starfi, þar sem var kona hans, Sigríður Kjartansdóttir, prófasts í IIolli. En henni kvæntist hann sama ár sem hann varð prestur. Var heimili þeirra til fyrirmyndar í ýmsu, og ráð- isl þar í framkvæmdir, sem þurfti til djörfung og stór- hug. Ég kvntist ekki prestsstarfi séra Jakohs persónu- lega nema vestan hafs, en af þeim kynnum að dæma og' orðróminum austan úr Hollsprestakalli, þá mun hann hafa staðið í fremstu röð presta hér á landi um sína daga. Með því á ég ekki eingöngu við það, hver kenni- maður hann hefir verið bæði ungum og gömlum, beld- ur við skilning lians á þvi, að bezt er boðun fagn- aðarerindisins í verki, og viðleitni hans alla í samhljóð- un við það. Hann kaus sér stað við hlið þeim, sem erf- iðast áttu og bágast. Þar veit ég', að samúð hans muni hafa náð fylstum þroska, er hjarta hans sló með þeim. Því var hann þrátt fyrir alt — gæfumaður. Og á heimili hans uxu upp börn bans mörg og mannvænleg'. Ofan á öll störf önnur fyrir söfnuði og sveitarfélög bætti séra Jakob því, að bann gerðist skólastjóri Laug- arvatnsskólans fvrsta starfsár hans, veturinn 1928—9. Arið 1930 þraut hann heilsu, en fékk þó ekki lausn

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.