Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 3

Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 3
Kirkjuritið. Vorið. Sjá, vordýrðin faðmar nú fjöll og dal, fannirnar verða að dansandi lindum. Lokkandi, seiðandi lækjahjal líður með blænum frá hlíðum og tindum. Vorbjarmans faðmur vefur hvert líf vonanna og óskanna guðvefjar slæðum. Himneska sælu og sorganna hlíf sólskinið ber oss frá hæðum. Vorblærinn ilmandi vekur hvert fræ vinblíðum kossi af myrkranna dvala. Skínandi öldur á sólgullnum sæ svæfandi hvísli við ströndina hjala. Alt er nú þrungið af ást og frið. Hver einasti fjársjóður lífsins til reiðu: í Ijóshafsins i'Iaumi, í lækjanið, í loftinu bláu og heiðu. Hver ögn leitar út yfir sjálfa sig, seiðmögnuð dularöfl vorsins að kanna. Hvert blóm og hvert daggtár við barnsins stig er bending um leit til dauðlegra manna. Hver synd verður afmáð í breyzkum barm í brosandi vorkvöldsins samúðarstraumi. Það bendir þér hvíslandi: Kom með þinn harm. Ég krýni þig sakleysi í draumi. Heilagar nætur með brosandi brár breiða sinn frið yfir kotbæi’ og hallir. í þögninni hugljúfu þornar hvert tár, í þakklátri hrifningu blunda svo allir. En duftsins sonur drekkur þá lind, sem dýrðleg rennur frá sumarsins hjarta. , Hann eygir í hæðunum eilífðar tind og ástvina landið sitt bjarta.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.