Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 30
204 Magnús Jónsson: Maí. ur var aJls Óþekt. Veraldleg vísindi liöfðu sprottið upp, sem sýndu, að einveldi kirkjunnar yfir öllum slikum mál- um var óþarft og skaðlegt. Gagnrýnihæfileikinn hafði verið vakinn, og Jiann sýndi, live illa menn höfðu verið leiknir vegna þess live þeir höfðu verið auðtrúa. Jafnframt opnast augu manna fyrir þjóðfélagslegri eymd almennings og lióflausri kúgun. Nýjar bardagaaðferðir gerðu gömlu stálklæddu aðalsmennina eldíi jafn ósigrandi og áður, o. s. frv. Alt þetta verður til þess, að raust Lúthers vekur af svefni og reisir úr öskustónni þvílíkan jötun, að ekkert fékk staðist. Það var eins og komið væri undir morgun, og allir væru i þann veg að vakna, svo að hróp kallandans verkaði eins og herlúður, í stað þess að raddir hinna liljómuðu á svo föstum svefntíma, að þær komu ekki öðru til leiðar en að nokkurir þeirra svefnstyggustu rumskuðu, og alt fór i svefn aftur. VI. Allar miklar lireyfingar koma í fyllingu tímans. Að þær verða miklar, er sönnun þess, að fylling tímans hefir verið komin. Þjóðflutningarnir miklu og lirun Rómaveldis, upp- liaf og viðgangur ldaustralífsins, krossferðirnar. AUar þessar lireyfingar eiga sér blýföst rök. Sagan er eins og sjávarföll. Sjórinn hækkar og lækk- ar ómótstæðilega. Einstaklingarnir eru eins og bárur a þessu hafi. Þó að báran velti upp að sandinum, þá nær liún ekki langt á land upp, ef útfallið er. Og sú báran, seni flæðir liæst, þegar liáflóð er komið, er meira borin af sjávarfallinu en af eigin stærð. Það þarf elclci að leita lengi lil þéss að finna, að öll sagan er saga af fylling tímans, nú til þessa, nú til hins. í þjóðmálunum kemur þetta fram ekki síður en í trúmálunum. Stefnur koma upp, af þvl að fylling tímans stendur bak við, aukast svo, að ekkert stendst við og sópa öllu á undan sér. En jafnhliða lullna

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.