Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 31
Kirkjuritið. Fylling tímans. 205 þær tímann fyrir aðra stefnu, sem sópar þeim sjálfum burt, þegar þær liafa náð sínum fulla þroska. Kirkjan, hið mikla hafskip aldanna, hefir meira en nokkur stofnun önnur fengið að reyna þetta. Hún hefir verið í öllum veðrum, liún liefir átt leið um ölduhryggi og öldudali, um háflæði og lágfjöru. Hún hefir sópað með sér miljónunum, og hún hefir séð þær sogast á hrotl með öðrum straumum og' sogast inn á ný. Á hana hefir verið hrópað sem hina einu sönnu lífsins örk á mann- lífsins sollna hafi. Og að lienni hafa líka verið gerð óp sem erkióvini allra framfara og dauðans boðbera. Hún hefir reynt margt, en altal’ liefir hún haldið sinni stefnu með þeim leiðartækjum, sem henni voru í upphafi gefin. VII. Ég hekl að varla verði um þetta efast, aö alt, sem skeð- ur, kemur í fylling tímans, hver mikil hreyfing, hvert stórvirki, sem unnið er. Það er eins og blómið, sem spring- ur út, þegar þess tími er kominn. Og þessi líking leiðir hugann inn á nýja ldið þessa máls. Á ekki alveg þetta sama heima um einstaklinginn, hans kjör og hans ævi? Er ekki einnig þar um fylling tímans að ræða? Og er það ekki einnig þar sannleikur, að ekkert verður nema í fylling tímans. Það er gömul trú, að maðurinn sé í raun og veru nokk- urskonar lítil mynd af alheiminum. Þessi skoðun er mjög útbreidd í dulspeki fyrri og síðari tíma. Maðurinn er mikrókosmos, smáheimur, en alheimurinn er makrókos- >nos, stórlieimur. Og í þessum tveimur heimum svarar alt hvað til annars. Ég skal ekkert segja um það, hvort nokk- ur vísindaleg rök verða færð fyrir þessu, og sennilega er það ekki. En það er hygt á athugun og íhugun, og þvi verð- ur ekki neitað, að það er mikið til í þessu. Maðurinn er smáheimur, og mörg þau lögmál, sem gilt hafa i stór- heiminum, gilda einnig þar. Eitt af því er þetta lögmál um í yllingu timans.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.