Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 21
Kirkju ritiS. Sunnudagshelgin. 195 og þar sem hjúin hlýðni sýna dýra, og hvert eitt vinna starf til dýrðar þér“. Hvergi mnn helgidagshald vera betur rækt en meðal Englendinga. Þeir sem ferðast hafa um England munu fljótt hafa tekið eftir því, hve kyrlátt er þar alstaðar á sunnudögum, og að menn forðast yfirleitt að vinna önn- ur störf en þau, sem nauðsynleg mega teljast. Englending- ur eru, eins og kunnugt er, mjög trúluieigð og kirkju- rækin þjóð, og stendur mörgum framar að kristilegri festu, enda hafa þeir að mestu losnað við öldur þeirra ófgastefna, sem flætt hafa yfir löndin hin síðari ár. Eitt af því, sem Englendingar leggja mikla áherzlu á, er að skapa fyrirmyndar heimilislíf, mótað á kristilegum grundvelli, af víðsýni og frjálslyndi. Þeir, sem átl liafa kost á því að kynnast enskum fyrirmyndarheimilum og heimilislífi, eiga áreiðanlega auðveldara með að skilja þá testu og þann heiðarleik, sem einkennir þessa þjóð á svo margan liátt. í þessu efni getum vér margt lært af Englendingum, ekki hvað sízl það, er snertir virðinguna fyrir lielgidaga- haldi og fvrirmyndar heimilislifi. Sé þessa hvorstveggja gætl af alúð og samvizkusemi, mun það áreiðanlega leiða lil hinnar mestu hlessunar fyr- ir hverja þjóð. Grundvallarregla Jesú um lielgidagshaldið var þessi: >,Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna, en eigi maður- inn vegna hvildardagsins“. Með því vill hann leggja á- herzlu á, að maðurinn sé á engan hátt fjötraður af fyrir- mælum úrelts hókstafs, heldur eigi maðurinn að nota hvíldardaginn samkvæmt tilgangi Guðs, til þess að end- m-nærast líkamlega og andlega. Frá heilhrigðis sjónarmiði ®r l)að hæði viturlegt og nauðsynlegt að unna sér hvíldar a helgum dögum. hi'á andlegu sjónarmiði er það ekki siður nauðsynlegt a® n°ta þessar stundir til þess að endurnæra sig andlega.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.