Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 42
216 Erlendar fréttir. Maí. viljinn góði og fyrirmyndar orðheldni nninu óskoruð halda velli“. Síðan páfinn flutti ræðu þessa hefir hann boðið Þjóðverjum, Pólverjuin, Frökkum, ítölum og Bretum lil friðarráðstefnu i Vatíkaninu. Útbreiðsla Biblíunnar. Brezka Bihlíufélagið sendi út árið sem leið 11318575 Bibliur og lét þýða Biblíuna á 12 ný tungumál. Kirkja Finnlands eignaðist síðastliðið ár nýja Biblíuþýðingu, nýja Sálmabók og nýtt biskupsdæmi. Ofsóknir í Rússlandi gegn kristnum mönnum halda stöðugt áfram, 1. d. hafa nýlega (i ungir bændur verið dæmdir í 8—10 ára fangelsi fyrir að lesa saman i Biblíunni. Þó er nú tekið þar að náða menn, en ekki taka þær náðanir til annara’en komnninista, sem ráðast á and- legrar stéttar menn. „Fimta g-uðspjallið“. Biskupinn yfir Thiiringen hefir nýlega skril'að prestunum i stifli sínu á þessa leið: „Ég eygi mikið hlutverk framundan á þessari stundu, og ríður á, að það verði int fljótt af höndum. Vér verðum að leggja alt kapp á að eignast fimta guðspjallið fyrir vora trú. Mætli Guði þóknast að senda oss fljótt þann mann, er gefi það þýzku þjóðinni, sem þráir það og bíður.“ Hsimssamband Kvekara. Kvekarar hyggja nú á það, að stofna heimssamband sin á milli og sameina þannig sjálfstæðu Kvekarafélögin. Þau eru 50 alls, og verða því 50 menn í heimsráðinu. Frá Bandaríkjunum. Evangelskir og reformertir söfnuðir liafa nú sameinast þar og valið sér að forseta guðfræðisprófessor, Richards að nafni. Kristnir menn á Gyðingalandi hafa nýlega verið taldir. Þeir eru alls 110874. Kirkjuritið kemur út 10 sinnum á ári — alla mánuði ársins nema ágúst og septembermánuð — um 26 arkir alls og kostar kr. 5.00 árgangurinn. Gjalddagi 1. april — og 1. okt., ef menn kjósa held- ur að borga í tvennu Iagi. Afgreiðslu og innheimtu annast séra P. Helgi Hjálmarsson, Hringbraut 144, sími 4776, Reykjavik.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.