Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.05.1939, Blaðsíða 14
188 Hálfdán Helgason: Maí. guðsþjónustan sem heild og út frá þessum sannleika ber að skilja hvern einstakan licS hennar. Á grundvelli þessa meginsannleika á að opna augu almennings fyrir tilgangi helgisiða og sakramenta, bænaflutninga, lestrar Guðs orðs frá altari og prédikunarstól, prédikunar og sálmasöngs. Og þá munu opnast augu margra fyrir því, að það er ekki veik og ófullkomin prédikun prestsins, sem er þungamiðja guðsþjónustunnar, heldur er þar um veigaminsta þáttinn að ræða, liitt sé þýðingarmest, það sem Guð sjálfur talar við manninn í sínu heilaga orði, sakramenti, svo og fyrir návist heilags anda lians. Hver sá, sem skilur það, að hver einstakur liður guðsþjónustunnar á að hjálpa honum til að lifa i návist frelsara síns og drottins Jesú Krists, liann mun kosta kajips um það að missa ekki af neinu því, er fram fer. En þá er komið að hinu skilyrðinu fyrir því, að þeir, sem kirkju sækja, dvelji þar sér til gagns: Almenn- ingur verður að læra að verða starfandi í guðsþjónust- unni. Alt of margir eru óvirkir (passivir) hlustendur og áhorfendur, sem ætla það, að presturinn einn eigi að vera að verki. Þessu þarf nauðsynlega að breyta þannig, að liver sá, er guðsþjónustu sækir, verði virkur (aktiv) þátt- takandi, sem lætur leiðast af prestinum, eu að öðru leyh tekur sjálfstæðan og virkan ])átt í hverjum lið guðsþjón- ustunnar. í kirkjunni á hugur og lijarta hvers einasta manns, ungs og gamals, sífelt að vera að verki. Hver.pi bæn, sem flutt er, þarf hann að gera að sinni bæn. Hvern sálm, sem sunginn er, á hann að tileinka sér, sem vseri liann þar sjálfur að tala, og um fram alt má engmn kirkjugestur gleyma því, að hvert orð, sem í guðsþjon- ustunni hljómar, hvorl heldur í pistli eða guðspjalli fra altari, eða texta frá ræðustól, er talað beint til lians frá Guði sjálfum. í guðsþjónustunni er Guð sifelt að tala við manninn, og þar á maðurinn sífelt að vera að lilýða á Guð og tala við Guð. Guðsþjónustan er þannig í eðli sinu samstarf milli Guðs og mannsins. Hjá þeim einum, sem á þennan skilning á guðsþjónustunni og verður virkm

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.