Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 9
KirkjuritiS. Við orf og altari. 207 Ég þokast upp imdir Reykjanesið. Grjót og aftur grjót. Skrækjandi hersing sjól'ugla fleygir sér um skerin og klett- ana, flögrar og buslar í briminu, þekur sillur bergsins, flykkist i kjölfar skipsins með endalausum átgangi. Er bér fallegt?Nei, að minsta kosti ekki, ef leitað er að þeirri fegurð, sem lífið skapar eða mótar. Hér er auðn, öræfi, sem tómlegt gargið í sjófuglinum aðeins undirstrikar. En þessi lifsnauða auðn gerir mann hófsaman í liugsun og einbvern veginn beiðan innanbrjósts. Maður varð svo ínerkilegur gagnvart mannvirkjunum og matarlyktinni í binum löndunum, búralegur og búhygginn, sjálfbyrgings- legur og sæll með sig. Hér er maðurinn miklu smærri, meira að segja bafskipið bægir skriðið, hér þarf allrar varúðar við, og mannsbarnið er ekki almáttugt. Hvæsið i briminu við brjúfa klettana, manntóm, órofin auðnin. Þetta setur nýjan mælikvarða á alt mannlegt. Ósjálfrátt Ieita fram á varirnar gamlar, bebreskar bendingar: Þegar ég borfi á verk banda þinna, það sem þú liefir skapað, bvað er þá maðurinn að þú minnist bans, mannsins barn að þú annist það? Hraunsflákar og grjótbreiður Reykjanessins bverfa að baki, Faxaflóinn opnast um leið og sólin tyllir sér á brúnir austurfjallanna. Esjan birtist, vefst óteljandi litum um leið og bún mætir morgunsólinni. Það er lielgi yfir benni, tign og tilbeiðsla i senn. Ströndin, sem nú birtist, er ekki brosandi, glaðleg né gróðurmild. Hún kvikar ekki af þús- undföldu lífi. Það er það, sem vinur minn, útlendingurinn, leitar að. Þessvegna skýst honum yfir það mikilfenglega útsýni, bann sér ekki töfraslikjuna og litamergðina, liann skynjar ekki belgina yfir hnúkunum, friðinn vfir fjall- bringnum og flákunum, sem liann umlykur. Islendingur- inn, sem kemur að úr öðrum löndum, bann befir önnur skilyrði lil þess að skynja þetta. Hann sér grasgeirann, sem skýtur vfirjarðneskri grænku inn i urðina eða klak- ann, sér lyngmóann og ölvast af angan bans, veitir því eftirtekt, að birkikjarrið í lautinni bjá læknum er í raun-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.