Kirkjuritið - 01.06.1940, Side 11

Kirkjuritið - 01.06.1940, Side 11
Kirkjuritið. Við orf og altari. 209 í gegnum það. Slíkum tökum getur hin hinmeska fegurð náð á íslenzkri náttúru, hún geislar fram guðdómi sín- um gegnum línur, liti og yfirbragð þessa lands, án þess að hirða um, hvort það er öðrum löndum likt eða ekki. Og ef til vill er íslenzk náttúra gagnsærri en öll önnur jarðnesk náttúra, ef til vill grynnra á sjálfum sannleik- anúm í tilverunni liér en ananrsstaðar. En annars ætlaði ég ekki að gera neinn samanburð. Ég ætlaði aðeins að reyna að láta þig skilja, vinur sæll, að landið þitt er þroska- vænlegra fvrir lieilann og hjartað en fyrir magann. Og ef þú getur trúað því, að það sé einhver meining, einhver til- gangur í því, að J)ú ert Iiér fæddur og ekki annars staðar, þá ætlast ég til, að þú skiljir nú, hvernig umhverfi þitt, náttúra lands þíns, undirstrikar þá köllun, sem þér er fengin. XI. Þar, sem tindar og höf benda trú vorri og dáð á vor takmörk — hin fjarlægu, háu. (Einar Ben.). íslenzk náttúra er stórfengleg, óhlifin og harðleikin. Hún liður ekki til lengdar þá lífsafstöðu, sem nokkuð hefir grafið um sig hér hin siðari ár, að gera miklar kröfur til þæginda og óhófs á erlendan mælikvarða, án þess að vilja á sig leggja. Þetta land er ekki skapað fyrir þessháttar lífs- afstöðu, hentar ekki þvílíkum hugsunarhætti. Það er skap- að fyrir þjóð, sem á önnur verðmæti að sækjast eftir en mjúk hægindin og matarlykt. Það þolir ekki smásmugu- leg kjötkatlahyggindi, því það er mikilla sanda og mikilla sæva, það er skapað lil mikilla lmgsjóna. Og þegar stór- þjóðirnar sumar á meginlandinu eru teymdar á eyrunum inn í myrkviðu hinna lygilegustu og háskasamlegustu kenninga, eins og nú á sér stað, þá ættu íslenzk höfuð að geta haldið sér köldum við að horfa á jöklana, hin skugg-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.