Kirkjuritið - 01.06.1940, Page 21

Kirkjuritið - 01.06.1940, Page 21
Kirkjuritið. Endurskoðun sálmabókarinnar. i Framsöguræða séra Þorsteins Briem á Synodus 1939. Sálmabók vorri var vcl lekið, er liún kom úl 188(>. Taldi séra Magnús Andrésson þar stigið stærsta framfarasporið á öldinni, i kirkjuleguni efnum. Munu og sálmafróðir menn telja sálmabækurnar frá 158!) og 188(5 merkastar islenzkra sálmabóka, hvora á sinni öld. Svo margt liefir gerst þó hér á sviði andlegrar ljóðagerð- ar, síðustu 50 árin, að ekki er óeðlilegt, að ýmsir óski þar nokkurrar endurskoðunar. Oskir í þá átt eru og fyrir löngu fram konmar. A prestastefnunni á Þingvelli 1909 var nefnd kosin til að vinna að viðbæti við sálmabókina. Voru þá tveir menn úr sálmabókarnefndinni frá 1878 enn á lífi, séra Matllnas og séra Valdemar. Létu þeir báðir viðbætisnefndinni í té nokkura sálma, er þeir höfðu orkt eftir að sálmabók vor kom út, og urðu þeir stofninn að sálmakveri, er nefnd þessi bjó undir prent- un (150 sálmar, Rvik 1912). Heldur þótti þar of margt birt, en þó var kver þetta víða notað. Árið 1924 gaf Haraldur prófessor Níelsson út 77 sálma, er voru notaðir við messur lians í Fríkirkjunni og víðar. Hafði liann fengið fleiri sálma frá séra Mattlnasi en við- bætisnefndin frá 1909, og urðu þeir aðalstofn kversins, ásamt nokkurum nýjum sálmum öðrum. Árið 1932 flutti dr. tlieol. Jón Helgason biskup tillögu um það á prestastefnu, að sálmabókarmálið væri lekið til yfirvegunar, og var sú tillaga samþykt. Var síðan sett nefnd til að vinna að undirbúningi nýs

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.