Kirkjuritið - 01.06.1940, Qupperneq 24

Kirkjuritið - 01.06.1940, Qupperneq 24
222 Þorsteinn Briem: Júni. 1 öclru lagi af því, að sálmar hans eru helgaðir af ís- lenzkum kynslóðum, nú á þriðju öld. En gildi söngva, ekki sízl trúar- og ættjarðarsöngva, er ekki undir skáldinu einu komið, heldur og ekki síður því, liversu djúpt kynslóðirnar hafa sungið þá inn í hjarta sér. Þegar á þetta er litið, verður að telja, að þegar hafi dregist um of að taka meira úr Ps. inn í sb„ með þvi að úrval þaðan fær ekki komið oss að sama gagni, þegar kristin lífsspeki þeirra er ekki lengur lifandi í hugum fólksins og á alþjöðarvörum. Kannið í sh. flokkana um synd og fyrirgefning og um kross og mótlætingar, um líl' og kenning Jesú, pínu Iians og dauða og um tign lians og náð, og ennfremur um bæn- ina og um kristilegt lmgarfar og líferni. Kannið siðan lúð fegursta í Ps. um sama efni, og mun þá í ljós koma, að víða fær Hallgrímur Pétursson gert skarðið fult. Næstur Hallgrími kemur Matthías Jochumsson í þessu sainbandi. Mattlnas Jochumsson lifir í 35 ár eftir að sb. vor kom fyrst út. Hann orkti því marga sálma og trúarljóð eftir það, þar á meðal mörg sin persónulegustu trúarljóð. Um 30 af þessum sálmum voru teknir í viðbætinn frá 1933. Fln þá var heildarútgáfan af ljóðum M. ,1. eigi út komin, og þar koniu fleiri sáhnar í Ijós. Til skýringar því höfúðsjónarmiði, er ég áður nefndi, vil ég taka sem dæmi einn af þeim sálmum. Vér minnumst 201. sálmsins í sl)., „Ó, Guð , minn Guð, hve sæll er sá,“ eftir séra Helga Ilálfdánarson, út af 32. sálmi Davíðs, Beati quorum. Hann er innilegur trúarsálm- ur og efni frumsálmsins vel þrætt.1) 3) Kom hann í sb. vorri í stað hins' gamla sálms, „Sælir eru þeim sjálfur Guð“, eftir Burkard Waldis, er haldist liafði í öli- um sb. útgáfum vorum frá 1589 til 1884, sunginn í messuupphafi á 19., 20. og 21. sd. e. trinitatis.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.