Kirkjuritið - 01.06.1940, Side 28

Kirkjuritið - 01.06.1940, Side 28
226 Þorsteinn Briem: Júni. Það væri að vísu fávíslegt að hneykslast á því viðlagi ýmsra fyrri skálda vorra, því að það sýnir aðeins, live ])au liafa á sínum tíma skilið vel þjóðarlijartað og lagað sig eftir þörfum ])ess, þegar landsfólkið varð að styrkja sig við þenna óð þolinmæðinnar í þjáningum sínum og nauð- um. En nú á dögum getur sá óður orðið of einhæfur. Gefa þarf „activu“ dygðunum, svo sem liugrekki, starfs- dug og elju meiri gaum, einnig í sálmasöngnum, svo sem hinar enskumælandi þjóðir hafa einkum gjört. En einnig í því efni mun M. .1. viða geta fylt skarð, el' vandlega er leitað. Þá mun liann og geta bætt að nokkuru úr því, sem áfált er i sb. vorri um sálma og lniggunarljóð við barnamissi og' ungmenna. Sorg er oft bvað sárust, er börn deyja ung. Oft viðkvæmari en svo, að orð prests nái til hjartans, þó að til sé vandað. Ritninguna sjálfa lesa þeir ekki, sem þá skortir mest styrk. Þá ná sálmar og Ijóð út af samskonar sorg oft helzt til hjartans. Séra M. .1. hefir verið meistari í því að bugga þvílíka syrgjendur, enda er eitt fegursta vers bans í ljóði eftir eigið barn. En séra M. .1. er ekki ávalt í sinni fylstu bæð. Sálmar bans og trúarljóð enda t. d. ekki ávalt í hámarki. Allviða eru einstök vers, er mundu lengja sálm, en eigi bæta. Þvi mundi þurfa vandað val, er taka ætti sálma eða vers úr trúarljóðum bans og tækifæriskvæðum inn í sb. Eitt kemur næstum óvænt í ljós, þegar trúarljóð M. .í. eru öll lesin. Það er, að þar getur engin sérstök trúar- eða guðfræðistefna belgað sér liann. f sínum beztu trúarljóðum er bann bvorki nýr guðfræð- ingur né gamall. Hann er þar livorki „spiritisti“ né „])iet- isti“, „deisli“ eða neinskonar „isli“, heldur er hann þar fyrir ofan þetla alt. í sínum innilegustu trúarljóðum og sáhnum er M. .1. eins og liann lýsir sjálfum sér í Söguköflunum, er liann

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.