Kirkjuritið - 01.06.1940, Side 36

Kirkjuritið - 01.06.1940, Side 36
234 Þorsteinn Briem: Júni. aldar mönnum mun veilast erfitt að ná í ljóði sönm tign látlausrar frásagnar, sem er yfir guðspjallasögunum sjálfum. En þegar það ekki tekst, þá er vandséð, hvort betra er, að endurkveða guðspjallið í sálmi, eða ekki. Tökum sem dæmi guðspjallssálminn á 11. s.d. e. trin., „í Guðs hús forðum gengum tveir“, eftir V. Br. Höfundurinn nær þar ekki sörnu tign látlausrar frá- sagnar í upphafi sálmsins sem í frásögn guðspjallsins sjálfs. Mun því betur fara að sleppa sögulegu efni lians, en halda aðeins 3. og 4. versinu. Þá er sálmurinn orðinn það, sem liöf. hefir sýnilega ætlað honum að verða, bæn tollheimtumannsins: „Guð, ver þú mér syndugur líkn- samur“. Sama gæti orðið niðurstaðan um fleiri sálma við nán- ari athugun. Ef lil vill yrði sálmur Kingo, „Vor hvítasunnuhátíð fer“, notaður oftar en sunnudagana fyrir hvítasunnu, ef 1. vers- inu væri slept, en sálmurinn látinn byrja á orðunum: „Ó, vísdóms andi, vitna í mér“. Ef til vill væri og Kingo-sálm- urinn, „Upp skapað alt i heimi hér“, enn oftar sunginn, ef hann byrjaði á 2. versi: „Þótt kóngar fvlgdust allir að“, en 1. og (i. versi slept. Benda má á dæmi þess, að sáhnar hafa nnnið við stytting.Sálmurinn, „Ó, svng þinum drotni“, út af 96. Davíðssálmi mundi sjaldnar sungin, ef þar væru öll 9 versin, í stað þeirra 3, sem nú eru í sh. Sálmurinn „Á hendur fel þú honum“ mun njóta sín betur, eins og hann er í sb„ en ef þar stæðu öll versin tólf, og svo mætti lengi telja.1). ') Versið, „kom huggari, mig hugga þú“ mundi færrum kunn- ugt, ef V. Br. iiefði þýtt allan sálm Gottfrieds W. Sacer, en í stað þess valdi hann aðeins 2. versið til þýðingar. Þá hefir sr. Ií. H. réttiiega valið aðeins 13. og l(i. versið úr sálmi Gerhardts: „Sclvwing dich auf zu deinem Gott“ í 377. sálminn í sb.: „Ég er Guðs og Guð er minn“, og mundu þau ekki hafa orðið jafnmörg- um syrgjendum hugstæð, ef þau væru inni í 17 versa sálmi, eins og hjá höfundinum fræga. Eða hver rnundi syngja allan

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.