Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.06.1940, Blaðsíða 42
240 Innlendar fréttir. ■Túní. Lausn frá prestsskap. Séra Ólafur prófastur Magnússon í Arnarbæli hefir nú fengið lausn frá prestsskap eftir 52 ára þjónustu. Valda því eingöngu lögin um aldurshámark embættismanna, því að séra Ólafur heid- ur enn öllum sálar og líkams kröftum til þess að geta gegnt prestsstarfi með prýði. Gjöf til Rípurkirkju. Jón N. Jónasson, barnakennari hér í bænum, hefir gefið Rípur- kirkju i Skagafirði tvo vandaða og fallega koparstjaka til minn- ingar um foreldra sína, Jónas Jónsson bónda i Hróarsdal i Hegra- nesi og Lilju Jónsdóttur konu hans. Eru nú í septembermánuði liðin 100 ár frá fæðingu Jónasar. Lindin, ársrit þeirra Vestfjarðaprestanna, er nýlega komin út. Eru í henni margar góðar greinar. Nýtt safnaðarblað. Á Seyðisfirði er nú gefið út mánaðarblað, sem heitir „Harp- an“. Það fjallar um safnaðarmát, bindindismál o. fl. Einn af aðalhvatamönnum þessa er sóknarpresturinnn. Hraungerðismót, hið þriðja í röðinni, var haldið dagana 15.—17. þ. m. Þátttak- endur voru um 300, flestir frá Reykjavik, Akranesi og Vestmanna- eyjum. Erindi flutti séra Sigurjón Árnason, Ólafur Ólafsson kristniboði og séra Rjarni Jónsson vigslubiskup. Síðasta dag mótsins voru 280 til altaris. Undirbúning undir mótið önnuðust af miklum dugnaði og ósérplægni menn úr K.F.U.M. og kristni- boðsfétögunum i Reykjavík og útgefendur Bjarma. Kirkjuritið kemur út 10 sinnum á ári — alla mánuði ársins nema ágúst og septembermánuð — um 20 arkir alls og kostar kr. 5.00 árgangurinn. Gjalddagi 1. aprit - og 1. okt., ef menn kjósa lield- ur að borga í tvennu lagi. Afrgeiðstu og innheimtu annast séra P. Helgi Hjálmarsson, Hringbraut 144, sími 4770, Reykjavík

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.