Kirkjuritið - 01.06.1940, Page 44

Kirkjuritið - 01.06.1940, Page 44
242 Nýr spámaður. Júni. York er „María hin trúaða,“ sem svo er nefnd. Hún hét áður Viola Wilson og er blökkukona, umsnúin frá syndum sínum. Hefir svo áþreifanlega sannast á henni kraftur guðhræSslunnar, að áður en hún komst í kynni við Father Divine, var lnin drykk- feldur vesalingur, sem hvergi átti höfði sínu að að halla og nærðist á mataleifum, sem hún tíndi upp úr sorptunnum, og vó aðeins 90 pund. Nú vegur hún 210 pund, þrekmikil og sístarfandi kona, enda hefir Father Divine blessað hana með yfirumsjón ótal stofnana, bygginga og híla, og hefir hún yfir að ráða mörg hundruð þjónum, soðkörlum, málurum og mynd- höggvurum, hljómlistarmönnum og ótal mörgum öðrum, sem hlýða boði liennar og banni. Eins og gefur að skilja, hefir það mjög aukið trúna á Divine jiennan og trúhoð hans, að hann skuli á þessum krepputínmm hafa ráð á því, að láta engan synjandi frá sér fara. Hvernig honum safnast leð, er mönnum ekki vel Ijóst, en hann fullyrðir, að Guð sendi sér það eftir þörfum, og svo muni fara fyrir hverj- um, sem fyrst og fremst leitar lians ríkis. En það ætia menn, að féð sé gefið ótæpt af trúuðum lærisveinum. Hefir nokkuð liorið á því, að menn eða konur hafa yfirgefið heimili sitt vegna jiessa „guðs ríkis“, enda eru trúarbrögðin „asketisk“, eins og i frumkristni, en allir taldir systur og hræður. Á fimtudögum er efnt til mikillar kvöldmáltíðar í Harlem, jiar sem faðir Divine situr til liorðs með hundruðum áhangenda sinna. Amerískur maður, sem skýrir frá þessu í tímaritinu Forum, lýsir um- hverfinu: ,,Á veggjunum eru stór spjöld með áletrunum eins og „Friður“, „Kristur, guð vor, i holdinu nefndur Divine faðir“. í öndvegi situr faðir Divine og brýtur brauðið. Þar er hvorki grískur né Gyðingur — hvítir og svartir — karlar og konur — allir eru jafnir fyrir Guði. Loftið er þrungið af tilheiðslukendri lotningu og trúarfjálgleik, og eftirvæntingin hvílir eins og þrumu- ský yfir söfnuðinum. Menn sækjast eftir að fá að snerta skikkju- fald meistarans. Háværar játningar, grátur, söngur og dáns skiftist á. Vér horfum á þetta með undrun,“ segir frásagnarmaðurinn. „Vér getum svo auðveldlega skilið hvatir, þarfir og þrár þessa sundurleita fólks, sem þarna hefir safnast saman en vér getum ekki trúað á hann. En hvers vegna hefir samt þessi maður en ekki einhver annar leyst þessa trúarorku og þessar þrár þeirra úr læðingi? Hvernig stendur á þvi, að trú miljónanna hefir einmitt beinst að honum — trúarhreyfing svo stórkostleg og víðfaðma, að hún er næstum því orðin ofvaxin þessum dökka foringja? Sannarlega er þetta undur!“ fí. K.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.