Kirkjuritið - 01.10.1942, Page 43

Kirkjuritið - 01.10.1942, Page 43
Kirkjuritið. Hvar eru mörkin? Svar til séra Guðmundar Einarssonar. I siðasta hefti Kirkjuritsins skrifar séra Guðniundur prófast- ur Einarsson „Litla athugasemd" við grein mína um Móse i 1.—2. liefti þ. á. Er séra G. maður, sem gott er að eiga orða- skifti við; athugatemdir lians hera, eins og vœnta mátti, vitni um vinsemd og prúðmensku, og hann beitir rökum. En því hefi ég ekki altaf átt að venjast í þeim greinum, sem hafa verið skrifaðar gegn mér eða guðfræðiskoðunum mínum. Hefir mér þvi aldrei til hugar komið að svara þejm. Um grein séra G. er alt öðru máli að gegna. Hcnni er mér Ijúft og skylt að svara. Séra G. gjörir aðallega athugasemdir við 5 atriði í grein minni: 1. ísraelsmenn fara miklu fyr af Egiptalandi en ég tel. 2. Móse er fæddur fyr. 3. Merking Mósenafnsins er ef til vill önnur en ég held fram. 4. Sagan um útburð Móse er ekki þjóðsaga. 5. Jahveheitið og þar á Ieiðandi trú á Jahve er ekki eldri en frá Mósedögum. Þessum athugasemdum ætla ég nú að leitast við að svara hverri um sig í stuttu máli. 1. í 2. Mós. segir frá þvi, að ísraelsmenn liafi unnið kvaðar- vinnu á Egiptalandi og meðal annars bygt handa Faraó vista- borgir, Pítóm og Raamses (sbr. Mós. 1, 11). Með þessu er vafa- laust átt við það, að Faraó hafi látið reisa kornforðabúr mikil i þessum borgum. Nú hafa forðabúrin komið þarna í Ijós við fornleifagröft. Þau hafa verið gjörð af tígulsteini, eins og i Biblíunni segir, og við rannsóknir forfræðinganna hefir það sannast, að húsin eru frá stjórnarárum Faraós Ramsesar II., um 1295—1229. Með öðrum orðunv: Fyrir þann tíma eru liebresku kvaðarmennirnir ekki horfnir af Egiptalandi, og ártalið, sem séra G. nefnir, fær ekki staðist, nema þá hann vilji slá striki yfir þessa frásögn Biblíunnar. En ekki skilst mér beinlínis, að hann langi til þess. Hinsvegar verður það skýrt ráðið af áletr- un frá konungs árum Merneptha, sonar Ramsesar II., um 1229 —1215, að ísrael hefir þá verið kominn inn i Kanaan, að minsta kosti i landið austan Jórdanar. Þetta eru aðalrök mín fyrir því,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.