Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1925, Page 14

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1925, Page 14
12 var hann þessa stundina alveg að gefast upp. „Jeg get það ekki,“ sagði hann enn einu sinni. „Hana nu,“ sagði faðir hans,“ hvar er nú öll hreystin? Einu sinni var risi, sem hjet „Jeg get það ekki“, og þessi risi var ákaflega mikil bleyða.“ Georg leit ekki einu sinni upp. „En, pabbi, jeg get alls ekki —“ „Þey, þey,“ sagði faðir hans. „Engin má nefna nafn risans, því þá verður hann jafn huglaus, — en allir œttu að ganga á hólm við hann og reyna að sigra hann. Til er það sverð, sem risinn hræðist fram yfir alla aðra hluti, og það er sverðið: „Reyndu11!“ Georg brosti en varð þó að andvarpa um leið, því bækurnar hans voru engan vegin ljettar. Nú var Georg í raun og veru hugaður náungi, og hann stritaði frá morgni til kvelds — reyndar var hann að berjast við risan „Jeg get það ekki“ og hann hafði sverðið „Reyndu“ að vopni — en þetta vissi Georg ekki fyr en eftir á. Að nokkrum dögum liðnum kom hann að máli við föður sinn. „Pabhi jeg held jeg sje búinn að leggja risan „Jeg get það ekki“ að velli, og ef hann gengur aftur þá veit jeg, að jeg get altaf gripið til sverðsins „Reyndu“.“ Og pabhi hans sagðí: „Vel gert, Georg minn, þú verður víst hugaður liermaður!“ Nú kemur jólakveðjan I missionstrykkeriet K0BENHAVN B

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.