Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 26
312 KIRKJUBITIÐ einsætt að taka. Er það lífsnauðsyn á þessum geigvænlegu tím- um, að kirkjur þjóðanna sýni liver annarri traust og kærleika og leitist þannig við að efla frið í milli. Ræddi ég nokkuð um þessi mál við höfuðbiskupinn í Moskvu, og höfum við skipzt á bréfum síðan. Kvað höfuðbiskupinn ferðir kirkjuleiðtoga Bandaríkjanna til Rússlands og rússnesku kirkjunnar til Randa- ríkjanna hafa treyst góð kynni, skilning og samúð yfir hafið. Enn hefir Orþodoxa kirkjan rússneska ekki gengið inn í Al- kirkjuráðið, en ýmsir gjöra sér vonir um það, að svo megi fara og verði við það nær um frið í heiminum. Virtust mér ýmsir menn rússnesku kirkjunnar hafa hug á slíkum samtökum. Kirkjulegir fundir. Á synodusárinu hafa verið haldnir tveir aðalfundir Presta- félags íslands, hinn fyrri í Reykjavík eftir síðustu prestastefnu 29. júní og hinn síðari á Þingvöllum í gær. Birtast skýrslur þeirra í Kirkjuritinu. Stjórn Prestafélagsins skipa nú: Séra Jakob Jónsson, formaður, séra Jón Þorvarðsson, séra Sigurbjörn Einarsson prófessor, séra Sveinbjöm Högnason prófastur og séra Sigurjón Guðjónsson prófastur. Félag íslenzkra prestskvenna var stofnað á heimili biskups 27. júní og kosin undirbúningsnefnd, er samdi frumvarp að lögum fyrir það. Formaður var kosin frú Anna Bjarnadóttir í Reykholti. Þær frú Gertrud Friðriksson á Húsavík sóttu í sept. prestskvennafund að Nyborg Strand á Fjóni. Félagið hélt fund að Þingvöllum í gær og samþykkti sér lög og kaus sér stjórn. Hana skipa frúmar: Anna Bjarnadóttir, Áslaug Ásgústsdóttir. Dagný Auðuns, Hanna Karlsdóttir, Jónína Björnsdóttir, María Ágústsdóttir og Steinunn Magnúsdóttir. Deildir Prestafélagsins hafa haldið sem áður ársfundi sína. En merkasta mótið á synodusárinu var norræna prestamótið í Reykjavík, sem haldið var 2.-6. ágúst. Var það tíunda norræna prestamótið, en þau eru haldin 3. hvert ár. Meginþunginn af undirbúningi þess livíldi á herðum stjórnar Prestafélags íslands, og vann hún verk sitt af mikluin dugnaði og fyrirhyggju. Þátt-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.