Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.07.1957, Blaðsíða 30
316 KIRKJURITIÐ í Bessastaðakirkju fór fram hátíð á Hvítasunnudag. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, afhenti gjafir þær, er kirkj- unni hafa nýlega verið gefnar: Gluggamyndir úr steindu gleri, altari með grátum og róðukoss forkunnar fagran. Ennfremur altaristöflu að láni frá listasafni ríkisins. Biskup prédikaði og þakkaði gjafirnar. Hefir forseti átt forgöngu að því, að kirkjan hefir eignazt margar stórgjafir og fengið þessa miklu endurbót. Til kirkjulegra hátíða má að vissu leyti telja liátíð tónskálcla- félags íslands í lok aprílmánaðar. Einkum þótti mjög til koma hljómleika þeirra, sem haldnir voru í Dómkirkjunni sunnudags- kvöldið 28. apríl. Þar voru sungin fögur og yndisleg íslenzk sálmalög, sem mun að líkindum mega telja sígild. Samband við erlend kirkjufélög. Kirkja íslands stendur í sambandi sem áður við Lúterska heimssambandið, Alkirkjuráðið og Kirknasamband Norður- landa. Hún sendi síðastliðið haust 6 smálestir af meðalalýsi til flóttamanna á Sýrlandi og Gyðingalandi, og kostaði það 30.946, 22 kr. Seldi Hf. Lýsi á vægu verði. Sjóvátryggingafélag íslands hf. gaf allan vátryggingarkostnað. Sendingin kom með beztu skilum og var þegin með miklum þökkum. Kirkja íslands gaf 10.000,00 kr. til Ungverjalandssöfnunarinnar og ákvað, að verja skyldi til lýsiskaupa. Þetta var of lítið, en ég hugsaði mér, að taka skyldi betur á síðar, enda helzt þörfin jafn brýn með ungversku þjóðinni. Þurfum vér að safna fé í sumar, svo að vér getum sent í haust þær gjafir, er koma sér bezt. Vil ég nú biðja presta að gjörast brjóst fyrir slíkri fjársöfnun. Sökum sambandsins við erlend kirkjufélög höfum vér feng- ið heimsóknir ágætra manna, og ýmsir íslenzkir prestar og guð- fræðingar njóta ókeypis dvalar erlendis: Séra Björn Jónsson og Matthías Frímannsson í Þýzkalandi, séra Sigurður Pálsson og séra Rögnvaldur Jónsson í Bandaríkjunum. Hafa ýmsir í hyggju að fara utan á næstunni, m. a. til kirkjuþings Lúterska heims- sambandsins í Minneapolis, 15,—25. ágúst. Meðal þeirra erum við séra Benjamín Kristjánsson og séra Friðrik A. Friðriksson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.