Kirkjuritið - 01.07.1957, Qupperneq 39

Kirkjuritið - 01.07.1957, Qupperneq 39
PISTLAR 325 uðu landi og þjóð frá voða. Þrátt fyrir allt hygg ég, að þessi löngun blundi í brjóstum flestra landsmanna, að unnt væri að vekja með þeim einn hug og láta þá alla taka á í einu, ef þeir vissu að land og þjóð lægi lífið við. Við stærum okkur einróma af forfeðrunum á fyrstu frægðaröldunum. Við dáum öll þolgæði þeirra, er.á harðindaárunum lifðu eins og fjalldrapi undir snjó. Við viðurkennum skuld okkar við fortíðina. Og mundi nokkur í alvöru vilja ríða niðjunum þann ólánshnút, sem þeir gætu ekki leyst? Eða kysum við að verða sú kynslóð, er fékk frels- ið til þess eins að glata því? Ekki held ég það, þótt stundum kunni að sýnast sem okkur fari líkt í þjóðmálunum og skessun- um, sem í þjóðsögunum köstuðu fjöregginu á milli sín og lá samt líf þeirra við, að það glopraðist ekki úr höndum þeirra. Mér finnst við eiga fegursta og sannasta þjóðsönginn. Og að hann hæfi landi og þjóð, því að landið er svo fagurt, en við getum ekki lifað í því nema í skjóli Drottins. Prestur orti þann söng, og kirkjunnar menn hafa verið þjóðhollir fram á þenn- an dag. Það er hreinn og klár kristindómur. Brennheitari ætt- jarðarást verður vart fundin en í þessum alkunnu orðum Jesú Krists: „Jerúsalem, Jerúsalem ... hversu oft hefi ég viljað sam- an safna börnum þínum, eins og þegar hæna safnar ungum smum undir vængi sér ...“ Á sólmánuði er ég líka bjartsýnn á framtíð þjóðarinnar. Okkur hefir aldrei liðið betur í efnalegu tilliti, og okkur dreymir um enn fegurri framtíð. Og viljum tyðja henni braut. Og það er ekki áhlaupið, heldur trúmennsk- an sem gildir. Friðhelgi. Einn dagur vikunnar á flest nöfn. Sunnudagur, drottins- dagur, helgidagur, hvíldardagur. Einu mætti bæta við, því sem nú er ríkast í huga í sambandi við hann: Skemmtidagur. Allar þessar nafngiftir eiga sína sögu og helgast af einhverju sér- stöku. Ég veit ekki að vísu um upprunalegu orsök þess, að dagurinn var kenndur við sólina, en enginn vikudagurinn fékk fallegra nafn. Hitt er okkur öllum ljóst, að þjóðirnar hafa frá

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.