Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1961, Page 11

Kirkjuritið - 01.12.1961, Page 11
KIRKJURITIÐ 441 a. m. k. alilrei færri en það, að þeir ættu að freta verið Drottni nægilegt tæki til að frelsa lieiminn, — úr því að minna en „tíu réttlátir“ áttu að nægja til að frelsa Sódómu . . . Það er þá, þrátt fyrir allt, Iilutverk Kristinnar Kirkju, sem „líkama Krists“, að frelsa heiminn — ekki einungis í hinum gamla, sígilda skilningi: að frelsa hann frá andlegri glötun, lieldur einnig með hinum nýja hætti, sem er krafa einsta’Ss tíma til kynslóðar sinnar, — tíma, sem m. a. er einstæður vegna sjálfseyðingartilhneigingarinnar, sem ég ræddi um áð- an og komast lilýtur til framkvæmdar nema horfið sé gersam- lega frá ríkjandi stefnu — í þróunarsögu menningarinnar. Vestræn menning hefur aldrei verið gefin Guði á vald í Jesú nafni, svo sem augljóst má vera m. a. af þeirri staðreynd, að þeir sem mestu ráða í lieiminum, nú á dögum tækni-liámenn- ingarinnar, liafa leyft sér að auðsýna 5. boðorðinu og kærleiks- hoðorðinu, já, sjálfu eðli lífsins, Skaparanum, ]>á takmarka- Iausu lítilsvirðingu — að leggja takmarkalaust kapp á aö framleiða vopn með það fvrir augum að geta gereytt öll lönd, ef í það færi, að öllu lífi, — en ahnenningur þjóðanna -— svo nefndra lýðræðisþjóða og alþýðulýðvelda — lætur þetta við- gangast, og það enda þótt þetta glæpsamlegasta, guðlastsfyllt- asta fvrirtæki allra alda sé jafnframt svo viti firrt, að hverj- um ógeggjuðum manni liggur í augum uppi, að beiti eitt ríki þessu gerevðingartæki má það alveg öruggt heita að það ríki verði sjálft beitt hinu sama aftur á móti. M. ö. o.: Það eru nauðalitlar líkur til að gereyðingartækinu verði beitt öðru- vísi en með nokkurn veginn gagnkvæmri gereyðingu. Raunvei-ulega er aðeins um tvo kosti að velja fyrir mannkyn- inu: Gereyðingu — eða — afdráttarlaust afturhvarf frá ríkj- andi Hclstefnu. Gereyðingin er svo yfirvofandi — ]>ó að vitanlega nokkuð geti dregist á hmginn eftir að óumflýjanleg væri orðin, og þá væntanlega samfara andlegri visnun eða trén- un þjóðanna — að ekki þarf að láta sér detta í hug, að nein málamiðlun koini að haldi, enda — og það eru hin augljósu og endanlegu rök þessa máls — er hin yfirvofandi gereyðingar- hætta bein og óhjákvæmileg afleiSing hinnar ríkjandi stefnu — ekki einungis né sérstaklega í stjórnmálum, heldur í við- horfi mannkynsins við lífinu yfirleitt — og er vandalítið að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.