Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1961, Page 21

Kirkjuritið - 01.12.1961, Page 21
KIRKJURITIÐ 451 liugsunarlaus og heimskur. Ég finn enn til þess. Hann í þunn- um strigajakka, snjáðum og skjóllitlum, með húfupottlok á höfðinu, kaldur og hungraður, með smápening í vasanum. Ég í þykkum og skjólgóðum fötum, með loðhúfu á höfði og meira að segja að liugsa um, rétt áður, að kaupa aðra fallegri loð- húfu, með næga peninga í vasanum. Stórauðugur í saman- hurði við hann. Og ég hrindi frá mér barninu, sem er að berjast fyrir lífinu, kannske ein af stórum allslausum barnahópi fátækrar móður. Enginn gerir það að gamni sínu að norpa úti á götum bæjarins og selja póstkort í þessu veðri. Víst var það. Miskunnarlaust og hugsunarlaust var það af mér að gefa barninu ekki eitt- livað. — Hann liafði karlmennsku, kærleika, stórmennsku lil Jiess að gefa því aleigu sína! Hann liafði snúið sér frá mér og gekk vestur fyrir hornið á Austurstræti og Aðalstræti, stefndi vestur í bæ. Ég fálmaði niður í vasa minn og náði þar í nokkra skildinga og fékk stúlk- unni. Það var auðvitað örþrifaráð, einskis virði úr því sem komið var, en þó fannst mér það betra en ekki neitt að gera það. Svo hljóp ég á eftir honum og náði lionum neðst á Vest- urgötunni. Hevrðu Pétur, sagði ég, er ég kom á hlið við hann. Hann sneri sér að mér, vingjarnlegur. Sjálfsagt liefur honimi fyrst dottið í hug að liér væri um einhverja vinnu að ræða og þá um leið lífshjörg. En þegar hann þekkti mig, þá var eins og andlitið stirðnaði upp, þar var ekkert að sjá nema fyrirlitn- ingin og hörku. Það gagntók mig óhugnanlega. Ég þarf að fá mann til að gera handarvik fvrir mig, sagði ég, mér datt í hug að spyrja yður hvort þér getið tekið það að yður. Nei, sagði liann, stuttlega. Jú, gerið þér það, sagði ég. Eg vil einmitt fá yður til jiess, ég------ Nei, greip hann fram í fyrir mér, ég vinn ekki fyrir yður. Látið mig í friði, — og farið jiér yðar leið. Ég fór aftur niður í bæ og liitti hinn manninn á sama götu- horninu og áður. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum stóð hann jiar enn, norpandi í kuldanum.--------Hvað heitir ungi maðurinn, sem var hér hjá yður áðan? spurði ég. Áðan? Nú, híddu við, jú, Jiað var liann Pélur Arnljótsson“.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.