Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1961, Síða 38

Kirkjuritið - 01.12.1961, Síða 38
468 KIRKJURITIÐ ólík öðrum messuin, er ég hafði áður flutt þar þetta hátíða- kvöld. Jólin 1950 voru litlu brandajól, eins og nú, þ. e. a. s. að- fangadag bar upp á sunnudag. Jólainnkaupum og jólaundirbúningi var að mestu lokið á laugardeginum, og aðfangadagurinn því óvenjulega kyrrlátur dagur. 1 Siglufirði er sjaldan um annað að ræða en „hvít jól“, oftast er allt snævi þakið milli fjalls og fjöru og þegar bjart er af tungli og stjörnum er óvíða meiri fegurð, að vetrarlagi. Hin fannhvíta ábreiða vetrarins þekur allt og hún er sem ofin silfurperlum, sem glitra í tunglsskininu. I’annig var þetta um þessi jól, og einmitt aðfangadagskvöldið var eitt af hinum fegurstu og kvrrlátustu vetrarkvöldum þess- arar tignarlegu fjallabyggðar. I’að var fyrst kl. 5 að kyrrðin var rofin. Kirkjuklukkurnar tóku að hringja inn hátíðina og smám saman fjölgaði ljósun- um í bænum. Við erum á leið til kirkjunnar, þar er frost í snjónum og það marrar undir fæti í hverju spori. Alls staðar er fólk á leið til kirkju. Nú er það kirkjan og boðskapur liennar, sem er efst í hugum fólksins, og áður en varir er hún orðin troðfull af fólki. Ég man ekki svo mikla kirkju- sókn þetta kvöld, öll árin, sem ég var í Siglufirði. Kirkjan er í hátíðabúningi, eins og fólkið, tvö fagurlega skreytt jólatré jirýða kórinn og ljósadýrðin er með mesta móti. Aftansöngurinn er að hefjast og nú liljómar forspil jóla- hátíðarinnar. Síðan er sunginn sálmurinn: „Kirkjan ómar öll“. (Gleð þig særða sál). Það var orðin föst venja að byrja aftan- söng með þessum sálmi og það fór sterk fagnaðaralda unt kirkjuna. Síðan hljómar hátíðasöngurinn á jólanótt: „Sú þjóð, sem í mvrkri gengur sér mikið ljós og þeim, sem búa í landi náttmyrkranna l jómar fögur birta“. I meira en hálfa öld hafa hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar hljómað í Siglufjarð- arkirkju og eru fyrir löngu orðnir faslur liður í hátíðaguðs- þjónustum margra safnaða, en hvergi hafa þeir snortið mig eins djúpt og í kirkjunni hans, þegar ég stóð í þeim sporum sem hann stóð. Eins og alltaf áður var yndislegt að tala um jólaboðskap- inn þetta kvöld. Hann er alltaf nýr á hverjum jólum. Fólk á öllum aldri var við kirkju, já, heilar fjölskyldur, og

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.